Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 27
Lofoten-tilraunin félagslega, menningarlega og efnahagslega þætti. í grundvallaratriðum var hugmyndin tvíþætt. I fyrsta lagi, að allir nemendur ættu að fá tækifæri til að vinna að þeim störfum sem mynduðu efnahagslegan grundvöll samfélagsins sem skólinn var hluti af. I öðru lagi skyldi lögð rík áhersla á að ýmsir mikilvægir þættir í nánasta umhverfinu fengju meira rúm í námsefni skólanna. Hugmyndin var einnig kynnt á foreldra- og kennarafundum. Við val skólanna var lögð áhersla á að þeir væru ólíkir að stærð, væru dreifðir um svæðið og að mismunur væri á stjórnunar- og kennaraliði, m. a. hvað varðaði uppruna og menntun. Endanlega voru valdir sjö grunnskólar með nemendafjölda á bilinu 38—168 og 8 — 16 kennurum. Ahugi þátt- takenda á tilrauninni var mikill. Sérstaklega þótti eftirtektarvert að áhugi virtist hvað mestur á þeim þremur stöðum sem byggðu afkomu sína nær eingöngu á fiskveiðum. Byggðirnar áttu þó margt sameiginlegt og stefnt var að raunhæfri lausn fyrir alla aðila. Hver skóli valdi einn fulltrúa sem var ábyrgur fyrir útfærslu starfsins í sínum skóla og tók auk þess þátt í skipulagningu og samhæfingu verkefna fyrir heildina. Verkefnin áttu að þróast um leið og unnið væri að þeim andstætt því að markmið og leiðir væru ákveðin fyrirfram. Rannsóknarhóp- urinn kallaði þessi vinnubrögð „gagnvirka skipulagningu". Vonast var til að allir sem að verkefninu ynnu hefðu af því ávinning, nemendur, kennarar og samfélagið í heild. Námsefni sem hafði beina tilvísun til staðbundinna sérkenna Lofoten- svæðisins var tekið saman. Ut voru gefin hefti um jurtir og dýralíf í Lofoten, sögu Lofoten, atvinnulíf þar og menningarlíf. Auk þess var samin handbók fyrir kennara, búnir til sjö litskyggnuflokkar og snældur með útvarpsefni um svæðið. Afar mismunandi var hvernig nýja námsefnið var notað í skólunum. Hefðbundnu skólanámi hafði verið skipt í ákveðnar kennslugreinar og það hafði áhrif á skipulag starfsins, t. d. stundaskrá. Oftast hafði nemandinn aðeins verið viðtakandi, en kennarinn miðlaði þekkingunni. Með því að leggja áherslu á nánasta umhverfi nemandans breyttist þessi hlutverka- skipan. Nemandinn bjó nú einnig yfir þekkingu sem talin var einhvers virði. Þetta kallaði á nýja skilgreiningu á hugtakinu „hefðbundin skólaþekking“. Einnig þurfti nú að taka ákvörðun um hvað það var í umhverfi einstakl- ingsins sem skipti máli að hafa þekkingu á. Með því að gefa staðbundnum þekkingaratriðum rúm í skólastarfinu var í raun verið að endurskapa hinn hefðbundna skóla. Nemendur áttu nú ekki eingöngu að læra „fyrir lífið“ heldur miklu fremur „af lífinu". I Kabelvág skólanum unnu nemendur t. d. saman í hópum að stærri verk- efnum. Gögnum var safnað allt árið, en að lokum var ein vika tekin til að 377
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.