Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar voru mjög stirð og full af tortryggni og stór hópur nemendanna hafði megnustu andúð á því námsefni sem fyrir þá var lagt. „Allt sem ég er þvingaður til að troða í hausinn á mér er ákveðið af öðrum. Enginn tekur tillit til þess að þetta er minn heili, minn tími og mín framtíð sem um er að ræða,“ sagði einn af nemendum skólans í viðtali. Kennararnir voru hálf vonlitlir um að ástandið í skólanum mundi batna. Þeir vantreystu greinilega hæfileikum nemendanna til námsins, til að vera færir um að bera sjálfir ábyrgð á gerðum sínum. Kennararnir unnu tiltölu- lega einangraðir hver frá öðrum í sinni fagkennslu og virtust fæstir þora að viðurkenna ástandið eins og það raunverulega var hjá þeim. Þeir reyndu samt að halda uppi aga í kennslustundum sínum þó afraksturinn yrði lítið annað en að nemendurnir upplifðu þá sem fastheldna, ósveigjanlega og geðilla drottnara. Starfshópurinn skilaði þessari ófögru lýsingu sinni á sameiginlegum fundi kennara og foreldra nemenda skólans. Þá þegar um sumarið var hafist handa við að gera áætlun um breytt fyrirkomulag fyrir næsta skólaár ef vera kynni að það gæti orðið til þess að úr rættist. Heimild fékkst frá skólayfirvöldum til að setja verkefnið upp sem tilraunaverkefni, fyrst og fremst til þess að auðvelda frávik frá gildandi reglugerðum og ennfremur til þess að Uppeldis- fræðistofnunin gæti veitt áframhaldandi aðstoð. Rannsóknarhópurinn, að mestu skipaður sömu aðilum frá stofnuninni og áður, var formlega settur á laggirnar og honum falið að fylgjast reglulega með tilrauninni, meta hana og skila jafnóðum um hana skýrslum. Skýrslur þessar eru nú orðnar 12 talsins, skrifaðar undir heitinu „Rapport frán en ö“ og auk þess hefur skólastjóri skólans, Nils Jan Rapp, skrifað bók um tilraunina, aðdraganda hennar, sögu og framgang. Tillögur starfshópsins og skólastjórnarinnar um breytingar fyrir næsta skólaár fólu í sér talsverða byltingu. Ekki voru allir kennararnir sáttir við þær, en féllust þó á að reyna þær þetta árið. Snertu tillögurnar helst skipulag á nýtingu skólahúsnæðisins og skiptingu kennaraliðsins annars vegar og viðmiðunarstundarskrá og námsefni hinsvegar. Til þess að kennarar og nemendur ættu auðveldara með að kynnast betur var skólahúsnæðinu skipt í 3 svokölluð „hús“. Sex bekkir (tveir 7. bekkir, tveir 8. bekkir og tveir 9. bekkir) voru í hverju „húsi“ og einn þriðji hluti kennaraliðsins settur til starfa þar. Skyldu þeir kenna allar námsgreinar og sjá um alla vinnu með nemendum sínum. „Ibúarnir“ í hverju „húsi“, nemendur og kennarar, fengu þá líka rétt til þess að taka ákvarðanir um nýtingu húsnæðisins, skipuleggja íþrótta- og hátíðisdaga, ferðalög og þess háttar. Ennfremur fengu þeir ákveðna fjárupphæð til viðhalds og innrétt- inga og gátu því haft bein áhrif á það hvernig námsumhverfi þeirra var 380
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.