Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 31
Skólinn sem vatt upp segl útbúið. Það má lýsa þessu svo að skólanum hafi verið skipt í þrjá minni „skóla“, sem allir voru á sama stað og lutu sömu yfirstjórn en höfðu hver um sig mikið sjálfræði í eigin málum og báru á þeim ábyrgð. Ekki var neinn ákveðinn yfirmaður yfir hverjum hluta, heldur var málefnum hans stjórnað af nemendum og kennurum sameiginlega og reynt að hafa það á jafnréttis- grundvelli. Margir óttuðust að þetta yrði til þess að samskiptin milli kennaranna minnkuðu. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus, því þau jukust ekki einungis stórlega, heldur urðu þau líka opnari og eðlilegri en áður var. Kennarar, sem unnu saman í hverju „húsi“, urðu að hafa náin samráð um alla skipulagningu starfsins og þeir sem kenndu sömu námsgreinar í „húsunum“ urðu einnig að vinna vel saman og leiðbeina hverjir öðrum, því margir þeirra urðu að taka að sér kennslu í námsgrein eða greinum sem þeir töldu sig ekki vera neina sérfræðinga í. I fyrstu hafði þetta greinilega í för með sér aukið vinnuálag á kennarana, en er frá leið og þeir fóru að venjast fyrirkomulaginu var unnt að skipuleggja og nýta vinnutímann betur. Fljótlega fór skólastarfið líka að batna. Nemendur fóru að ganga betur um húsnæði það sem þeir höfðu sjálfir átt þátt í að ákveða hvernig liti út og jafnvel skreyta. Þeir fóru að mæta betur, enda komnir með ákveðið hlutverk í skólanum annað en „bara að læra“. Þeir urðu virkari í öllu starfi sínu og samskiptin við kennarana bötnuðu stórum. Sömuleiðis fengu kennararnir annað álit á nemendunum þegar þeir sáu að unnt var að fela þeim verkefni, ef það höfðaði til þeirra, og skiluðu þeir því þá af fullri ábyrgðartilfinningu. Breytingarnar sem snertu viðmiðunarstundarskrá og námsefni fólu það í sér í stórum dráttum að hluti af tímafjölda námsgreinanna var tekinn og skipulagður sem valfrjáls tími. I þeim tímum gátu nemendurnir valið milli þess að dýpka þekkingu sína í hinum ýmsu greinum sem kenndar voru og stærri verkefna er í gangi voru fyrir allan skólann í senn. Þar brá svo við að nemendur tóku á náminu af fullum krafti, enda höfðu þeir fengið tækifæri til þess að velja sjálfir og báru einir fulla ábyrgð á sér þótt þeir nytu leiðsagnar kennara. Árangur lét ekki heldur standa á sér því námsárangur stórbatnaði með hverju árinu sem leið. Um stærri verkefnin er það að segja að þau voru mjög fjölbreytileg bæði að tímalengd og innihaldi. Voru þau allt frá einum degi er allir nemendur unnu að smærri verkefnum upp í viðfangsefni sem í gangi eru ár eftir ár og nemendur völdu að starfa að. Má þar m. a. nefna fiskirækt við strendur eyjarinnar, ræktun blóma og græn- metis í gróðurhúsum skólans, vikulega dagskrá í staðarútvarpi eyjanna og „Hawila". Hið síðastnefnda tengist náið sögu þessarar tilraunar. Skólinn festi kaup á gamalli flutningaskútu, Hawila, með diesel-hjálparvél. Það hefur síðan verið markmiðið að gera hana haffæra og nota hana í ferða- 381
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.