Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 35
Tilraunamenntaskóli í Urbana mönnum annarra menntaskóla. En stelpan lét sig ekki og við gáfum leyfið. Nú veit ég meira um ED II, ég hef farið í skólann og talað við kennarana, og dóttur minni líkar vel. Hún hefur lagt harðar að sér en nokkru sinni fyrr. Eg held að ED II henti henni prýðilega, en ekki er þar með sagt að hann henti öllum krökkum. Nemendur ED II tóku þátt í samræmdu hæfnisprófi í skólaumdæminu árin 1974 og 1975 og stóðu sig samkvæmt eðlilegu meðallagi. Þó var til þess tekið seinna árið að nemendur sem þá höfðu verið í ED II í tvö ár stóðu sig miklu betur en meðallagið sagði til um. Svipað hlutfall reyndist fara í háskóla úr ED II og úr venjulegum menntaskólum og nemendur þaðan stóðu sig sambærilega, en þeim gekk að ýmsu leyti betur en öðrum stúdentum að laga sig að háskólastarfi, líklega vegna þess hvað þeir voru vanir að vinna sjálfstætt. En þrátt fyrir þessa fallegu lýsingu fækkaði nemendum ED II: Flestir voru þeir 1976—8, 70—80 manns, en talan hrapaði í 40—45 síðasta skólaárið. Hvernig ætli hafi staðið á því? Ein skýring er eflaust sú að námið hafi verið erfitt í ED II, krafist sjálfsaga og einbeitni umfram annað framhaldsskóla- nám. Onnur skýring gæti verið sú að nægilegt hafi verið að eiga völina á öðruvísi skóla, það hafi ekki orðið nauðsynlegt að notfæra sér hana þegar fram í sótti. Kannski varð hræðslan meiri við hvers kyns tilraunir á þessu námsstigi þegar nær dró 1980 og aðstæður í efnahags- og atvinnumálum höfðu breyst til hins verra. Margir urðu líka til að tala um ED II sem „tossaskóla“, og einkum var starfsmönnum annarra menntaskóla illa við hann. En þeim mörgu foreldr- um, kennurum og öðrum sem kynntust starfi ED II af eigin raun lá afar gott orð til skólans. Utanaðkomandi skólamatsmaður segir í skýrslu frá 1977: ED II er raunveruleg nýjung í skólahaldi sem hverfur á afdrifaríkan hátt frá venjulegum kennsluaðferðum. Námstilhögunin er reist á skýrum uppeldisheimspekilegum kenningum sem setja mark sitt á allt starfið í skólanum. Stefnt er að einstaklingsnámi þannig að hver nemandi býr sér til námsskrá í samræmi við eigin getu og áhuga. Nemendurnir ákveða ekki eingöngu hvað þeir vilja læra heldur hvernig þeir vilja læra, sem skiptir e. t. v. meira máli. Þeir geta skráð sig í venjulega bekki, þeir geta stundað eigin athuganir eða unnið í hóp að ákveðnu verkefni. Margir tilraunaskólar eiga í vandræðum með að koma sér upp námsskrá sem brýtur raunverulega í bága við hefðbundna námstilhögun, en þetta hefur ED II tekist. Síðla vors 1979 var samt ákveðið að skera ED II niður. Einhvers staðar 385 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.