Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 69
Hnattferð með Helga fyrir það virðist talsverður munur á því að heita Hein eða heita Heine. En þegar við komum að Þýzkalandi eða þýzkumælandi löndum, fer landið heldur betur að rísa, því hér mætir okkur hvert stórskáldið á fætur öðru með Schiller í broddi fylkingar. Það vekur að vísu svolitla furðu — þótt Schiller sé annars ekki illa fallinn til að vera fánaberi — að hann skuli hafður þarna á undan vini sínum Goethe, sem var tíu árum eldri, í safni þar sem annars er farið eftir tímaröð, en því kunna að hafa ráðið tæknilegar ástæður. Astæðulaust er hins vegar að titla þessa ágætu menn báða með smáorðinu „von“, þótt því hafi á sínum tíma verið klínt framan við nöfn þeirra til þess að dubba þá upp til að vera gjaldgengir borðnautar greifanna og smáfurstanna í Weimar á sínum tíma, en nú er óþarft að viðhafa slíkt prjál öllu lengur, enda yfirleitt ekki gert á betri bæjum. En hvað sem því líður er Friedrich Schiller engan veginn óþekkt eða óþýtt skáld hér uppi á Islandi, og má þar einkum minna á snjallar þýðingar Jónasar Hallgrímssonar á Meyjargráti („Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský“) og Matthíasar Jochumssonar á Ódinum til gleðinnar, þeirrar „Gimlis dóttur", og hér hefur Helgi bætt einni slíkri í þeirra hóp með því að koma glæstum myndum og meitluðum hugsunum kvæðisins mikla um Grikkja goð yfir á íslenzku. A einum stað gerist Helgi þó að okkar dómi óþarflega ótrúr þeirri hughyggju sem liggur til grundvallar kvæðinu eða þar sem Schiller kvartar yfir því að hin goðum firrta náttúra „die entgötterte Natur“, sem er afsprengi vélhyggju seinni tíma, verði aldrei vör við þann anda sem stýrir henni: „Nie gewahr des Geistes der sie lenket.“ Því með því að þýða þessa línu með orðunum: og skynjar ei það afl sem áfram rekur alheims vél notar Helgi einmitt tungutak þeirrar vélhyggju sem hugsjónamaðurinn þýzki vildi helzt kveða niður, þ. e. „afl“ og „vél“ en sniðgengur orðið „andi“. í fyrri bókum Helga hefur aðeins birzt eitt lítið ljóð eftir Goethe, ef rétt er að nota hér „aðeins“, þar sem þetta stutta ljóð er á við hundrað önnur vegna þeirrar samþjöppunar og þess fullkomna samspils sem þar er milli mynda og hljómfalls og gerir það óvenju vandþýtt yfir á önnur mál, ef ekki beinlínis óþýðanlegt. En það er að sjálfsögðu kvæðið sem ýmist er nefnt Wanderers Nachtlied eða Ein Gleiches en Helgi nefnir 419
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.