Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 94
Tímarit Mdls og menningar ekkert frá þessu: „Þá gera þær strákinn vitlausan." (16) Þetta upphaf að sögu Egils er í bráð- skemmtilegum furðusagnastíl. Eins og í furðusögum er ekki spurt að því hvort lesandí vilji trúa hinu ómögulega, annað hvort gerir hann það og gengur að sögunni á hennar forsendum — eða ekki. Auðvitað gengur lesandi að þessu og býst við að nú sé í heiminn fæddur sérkennilegur maður. Kannski hetja eins og Egill Skalla-Grímsson, sem er stærri og meiri en aðrir menn frá upphafi? Eða „sjáandi" sem muni geta séð og skilið það sem öðrum mönnum er hulið? En lesandi gæti sparað sér vangaveltur af þessu tagi því furðusagan hverfur spor- laust út úr Geirfuglunum. Að frátöldum fyrstu tveimur köflunum er Agli lýst sem afar venjulegu barni — hvergi sjást ummerki þess forskots sem hann hefur fengið umfram önnur börn. Og til hvers var þá furðusagan? Hefðbundin rauns<eissaga Æskuár Egils á Selatöngum eru áhyggju- laus og ljúf í öllum aðalatriðum. Hann á sér öruggt skjól hjá móður sinni og föð- ur, sem eru gott og traust alþýðufólk. Egill hefur ekki mikið af föður sínum að segja en Tóti, móðurbróðir hans, verður honum allt í senn: föðurstaðgengill, átrúnaðargoð og vinur. Og árin líða. Egill litli leikur sér af hjartans lyst, gengur í skóla, kynnist kynlífi, ástinni, dauðanum og sorginni. Hann hlustar á umræður fullorðna fólksins, vinnur í fiski og fer að hugsa um pólitík og bókmenntir. Frá öllu þessu er sagt í hefðbundinni fyrstu persónu sögu, „þykjustuævi- minningum" þar sem veruleikablekking- in er styrkt með ráðum og dáð. Trúverð- ugleiki sögunnar er styrktur með því að undirstrika hvað eftir annað óbilandi minni Egils, hann getur engu gleymt, en samt vísar hann til „prentaðra" heimilda máli sínu til enn frekari stuðnings og þeir Jóhannes, eldri bróðir hans, hjálpast að við að rifja upp og túlka fólk og atburði á Selatöngum. Undir lokin segir svo sögumaður: Eg hef gert það sem í mínu valdi stóð, en það er áreiðanlega miklu minna en Jóhannes bróðir vonaði. Það eitt var rétt hjá honum að ég man margt — .. . En eitt er að muna, annað að vita. Eg skil núna að ég þekkti ekki einu sinni mömmu og frænda nógu vel til að svara spurn- ingum sem Grímur litli Jóhannesson á eftir að leggja fyrir mig, og það þýðir að vanþekking mín um alla aðra getur hvenær sem er breyst í fordóma. Þeir einir vita allt um sitt fólk sem búa til skáldsögur. (168) Saga Egils Grímssonar er sem sagt ekki skáldsaga, hún er „sönn“ og hún er sögð með ákveðið markmið í huga. Það er Jóhannes sem hvetur Egil til að skrifa söguna. Egill er einn af þeim Tangamönnum sem hafa átt erfitt með að lifa nokkru lífi eftir slysið. Hann drekkur sleitulaust til að halda minning- unum frá sér. Jóhannes virðist trúa á skriftirnar sem eins konar sjálfsmeðferð fyrir bróðurinn og þar að auki trúir hann því að Egill sé betur fallinn en aðrir menn til að segja frá Selatöngum af því að hann „man allt svo vel“. Egill gengst inn á þetta, hættir að drekka og byrjar að skrifa þegar hann er búinn að jafna sig. Ef ég skil þetta rétt þá er bókinni ætlað að vera frásögn af fólkinu á Sela- töngum og lífi þess, sálumessa yfir þeim 444
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.