Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 99
Umsagnir um bakur son pynda Jónana til sagna, sem hann hafði að vísu við orð, en kom aldrei í verk, enda játuðu þeir á endanum ópínd- ir. Það gerðu líka flestir aðrir Islending- ar sem brenndir voru fyrir galdur. An játningar sluppu menn yfirleitt með húðlát, jafnvel þótt þeim féllist synjun- areiður eins og Jónunum, og pyndingu var víst aldrei beitt í íslensku galdramáli. Játningarnar voru að vísu knúnar fram með ströngu varðhaidi og miklum yfir- heyrslum (er það ekki helsta uppljóstr- unaraðferð í sakamálum allt til þessa?), en þó eru þær meira og minna senni- legar; dauðamennirnir voru fyrir eigin samvisku sekir um eitthvert kukl, jafn- vel ódæði. Kirkjubólsfeðgar hafa vafa- laust verið sannir að sök um galdrakukl, og gletturnar við prest, sem þeir játuðu á sig að lokum, eru a. m. k. ekki fjarstæða. Njörður dregur úr öllu þessu. Hann beinir engri athygli að málstað Jóns eldra, sem þó var líklega lakari, allri að yngra Jóni, rekur játningu hans til pyndinga, skýrir á meinlausan veg allt sem að presti snýr, hreinsar Jón raunar ekki af smákuklinu, en gerir samt mik- ið úr sannfæringu hans um sakleysi sitt. Hér er komið að þriðja mælikvarð- anum á söguleik einnar skáldsögu. Nirði er nefnilega ekki svo hugleikið að túlka íslensku galdraöldina á hennar sérstöku sögulegu forsendum, þessa samkviknun galdratrúar og galdraiðkunar við tísku- stefnur í kristilegri helvítistrú og þjösna- legu réttarfari. Honum verður starsýnna á það sístæða — það mannlega fremur en það sögulega — í örlagasögu þeirra ísfirsku Jóna: aðstöðu hins ofsótta þegar sjálf ofsóknin gerir hann tortryggilegan, tortryggni samfélagsins einangrar hann, einangrunin tryllir hann svo að vörnin fipast. Hög smíði sögu Sagan er sögð í þriðju persónu, mjög mikið sviðsett, bæði í samtölum og lýs- ingum, þ. á m. náttúrulýsingum til stemningar, yfirlitsfrásögn í lágmarki, en tengingum komið á framfæri í sam- tölum, oft haglega. Sjónarhornið er breytilegt, oft utan frá, en þess á milli lagt til persóna, oftast Jóns yngra, stund- um annarra, jafnvel hópa (t. d. safnaðar- ins í kirkju), en vandlega forðast að nota sjónarhorn sr. Jóns. Aðallega er notuð skynjun þeirra sem sjónarhornið fylgir hverju sinni, stundum líka veittur að- gangur að hugrenningum þeirra. Oft er sparað að sýna í hug fólki með því að ráða í svip þess, og jafnvel farið með þá aðferð út í öfgar (12: „Augnaráð fólks- ins lýsir felmtri og kvíða. Einhverju óút- skýranlegu óöryggi sem brýst fram þrátt fyrir þögn og hreyfingarleysi . . .“). I samtölum eru tilsvör yfirleitt liðleg, nema þar sem þau eru tekin úr heim- ildum og á fyrntu máli. Yfirleitt er mál- beitingin vönduð. Kannski má efast um smáatriði: Er hár „gullslegið" þótt á það slái gullslit („gullkrúsað" í heimildinni)? Er maður fölur „líkt og litaraftið hafi strokist af“ eða er fölvi litaraft út af fyrir sig? Er hægt að „hleypa á stökki" (frem- ur en t. d. blunda í svefni)? Er „gneypt- ur“ nútímamynd af gneypur eða afbök- um (jafnvel prentvilla)? Eða er annar bóndi á sama bæ „nágranni" manns fremur en sambýlismaður? Allt þetta getur a. m. k. gengið, og ekkert af því færi maður að grufla út í nema í annars þaulfáguðum texta. Þótt hér hafi verið hnýtt í eitt og annað, er söguefnið í heildina haglega unnið. Sagan er stutt og einföld og í mörgu nýtin á aðalheimild sína, efnis- viðbætur á hinu handhæga sviði ástar- innar (og gera söguna óneitanlega greið- 449
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.