Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 106
Tímarit Máls og menningar uppfylltum er ég sáttur við að vikið sé út af reglulegu timasniði og pólitískri at- burðarás gömlu Islandssögubókanna. Kennsluaðferd Námsbækur samfélagsfræðihópsins eru ekki síður nýstárlegar að aðferð en innihaldi. Hver námseining er gerð með einhver uppeldisleg markmið í huga, og þessi markmið eru gefin upp í kennslu- leiðbeiningum undir heitum eins og lyk- ilbugtök, meginhugmyndir og leiðar- hugmyndir. Eg verð að segja að mér finnst þessi aðferð höfundanna til að tjá markmið sitt stundum helst til umbúða- mikil, að minnsta kosti fyrir leikmann í uppcldisfræðum. Engu að síður er auð- vitað mikil framför að því að sögukennslubækur séu samdar og lagðar fyrir til náms í einhverjum yfirlýstum tilgangi en ekki eins og áður virtist tíð- ast, af gömlum vana einum. Og auðvitað verður ekki ætlast til að menn komist umsvifalaust upp á lag með að skilgreina uppeldismarkmið og fylgja þeim. I þessu tilviki sýnist mér að nokkuð vel hafi tekist til í Landnámi Islands en mið- ur í hinum bókunum. Haukur Sigurðs- son setur riti sínu eiginlega engin önnur markmið en að miðla þekkingu. „Heildargraf“ hans í upphafi Kennsluleiðbeininga (sem mér virðist eiga að tjá meginhugmyndir þótt það sé ekki tekið fram) er sett saman af máls- greinum eins og þessum: „Mönnum gekk erfiðlega að halda á rétti sínum gagnvart yfirmönnum." Eða: „Húsa- gerð breyttist með bættum efnahag og myndun þéttbýlis.“ Hins vegar er hvergi orðað til hvers nemendur eigi að öðlast þennan sögulega fróðleik, hvaða félags- legu lærdóma eða alhæfingar þeir eigi að geta dregið af honum. Lýður Björnsson fer hér þveröfuga leið. Hann gefur upp 456 svofellda meginhugmynd (Kennsluleið- beiningar, 2): „Sjálfstæðisbarátta þjóðar cr margslungin og hefur áhrif á flesta þætti þjóðlífsins og þcir á hana.“ Síðan koma þrjár leiðarhugmyndir: I. Einstaklingar geta haft mikil áhrif á framvindu sögunnar einkum ef starf þeirra er í samræmi við þá þróun sem á sér stað hverju sinni. II. Virkni og einhugur fjöldans er nauðsynleg forsenda fyrir árangri í sjálfstæðisbaráttu þjóða. III. ísland er hluti Norðurálfu og á öll- um öldum og ekki síst á þeirri 19. hafa atburðir þar og menning- arstraumar þaðan haft hér áhrif. Þegar í sjálft námsefnið kemur gætir þessara hugmynda sumra helst til lítið. Það er líka von því að höfundur hefur færst mikið í fang og sett sér að miðla nokkrum umfangsmestu og umdeildustu hugmyndum sem eru á kreiki í sögu. Að öðru leyti er Haukur kannski frumlegastur i framsetningu. Hann sviðsetur talsvert mikið af sögu sinni og skrifar hana í samtölum milli fólks sem sumt mun varla þekkt af öðru en nöfn- um sínum í Jarðabókinni og Manntal- inu. Þetta er vandasöm aðferð og leiðir stundum til þess að persónur segja við viðmælendur sína eitthvað sem þeir hljóta að hafa vitað fullvel, af því að Haukur er að nota þær til að fræða nemendur. En ég held að aðferð Hauks hljóti að vera vel fallin til að gera söguna skiljaniega og skynjanlega fólki sem er skammt á veg komið í óhlutstæðri hugsun. Opnar spurningar eða lokaðar leiðir „Þá kennsluaðferð, sem lögð er til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.