Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 15
Adrepur Það er gagnslaust að skrifa skáldverk í margþvældum stíl nema markmiðið sé það eitt að selja vel og skaffa fólki afþreyingarsögur fyrir svefninn: fá lof fjöldans og vinsældir. Auðvitað er öllum frjálst að skrifa slík verk, þau eru gefin út og margir kaupa. En það er verra ef höfundar með burði Einars stíga fram og reyna að telja fólki trú um að svona eigi bækur að vera, að þetta séu bókmenntir, tengist listsköpun á einhvern hátt. Ég tel það ekki í mínum verkahring að benda á hvernig skuli skrifa bók- menntir. Ef höfundar þarfnast upplýsinga um það má benda á greinar Matthías- ar Viðars Sæmundssonar, bókmenntafræðings. Hann hefur verið óragur að benda á leiðir og sýnist mér það mikil bjartsýni að láta sér detta í hug að rithöfundar komi hlaupandi á eftir og taki upp þá stefnu sem boðuð er af spámönnum utan að. Bókmenntafræðingar eiga lítið með að senda út slík fyrirmæli nema kannski helst til að vekja umræðu. Enginn verður góður höfundur á að tileinka sér stefnu þó stefnan sé ný. Stefnur, nýjungar og aðrir höfundar geta einungis hjálpað rúmfrekum anda að brjóta af sér fjötra hefðar og finna eigin leið, skapa formið, stílinn, gæða allt eigin hugarflugi, tilfinningu, snilld. Skrifa góða bók. Þetta hafa stórbrotnir andar allra tíma gert, ekki af því að þeim var skipað af ótilgreindum fræðingum að koma með nýjung heldur af því að hefðin þrengdi að þeim, þeir gátu ekki túlkað sína skynjun með gömlum meðulum. Þeir brutust út og hösluðu sér völl sjálfir. Það vita svo allir að umbrot af þessu tagi þurfa rétt umhverfi til að njóta sín og komast upp á yfirborðið. Annars verður aldrei neitt nema drunur og skjálftar. Til dæmis er hætt við að Halldór Laxness hefði orðið hálfgerður Jón Trausti ef hann hefði setið í Mosfellssveit alla u'ð og ekki fengið að þefa af hræringum tímans og heimsins. A sama hátt og lík rumska lítið við hávaða þá er hætt við að hvatningarorð bókmenntafræðinga komi að litlu gagni bókmenntum sem misst hafa lífskraft- inn: nýsköpunina. — Kannski „módernisminn" hafi verið endastöð eftir allt saman? 365
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.