Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 115
jafnan auðkenndur með orðinu Sjálfur í tali manna. Guð stendur fyrir ríkjandi ástand, hjá dvergnum búa möguleikar til að breyta því. Fólkið Prír menn hafa mest umsvif á síðum bókarinnar — og þeir standa allir utan við samfélagið í einhverri mynd: Guð- mundur skáld, Þóroddur Bárðarson tröll og þjófur og Silunga-Björn sem er aflvaki atburða, á ættir að rekja til vætta og manna, tengiliður tveggja heima. Hann fær þá snjöllu hugmynd að leiða þá Guðmund og Þórodd saman til að leiðrétta almættið, mælir nokkur orð og hverfur síðan kurteislega úr frásögninni, því hann er fyrir og höfundi liggur á. Eftir það ríkja þeir félagar, afarmennið og ákvæðaskáldið. Guðmundur skáld er kararmaður — „maðkur og ei maður . . .“ segir biskup um hann og vitnar í séra Matthías. Onn- ur skáld brigsla honum um húsgang, hann er kallaður „Stapakrypplingurinn" og Þóroddur virðist mæla fyrir munn almennings þegar hann segir áður en hann hittir skáldið: „Sjálfur er hann sveitalimur og hinn mesti aumingi" (25). Viðmælandi hans, Silunga-Björn, leið- réttir hins vegar tröllið og segir að Guð- mundur eigi nægan veraldarauð — með ríkustu mönnum undir Jökli. Það hefur sína kosti að vera skáld, eins og kemur fram í ummælum Þórodds síðar í bók- inni: Eg meinti bara, /. . ./ að Guð- mundur hefur kannski mestmegnis komist til sinna mennta einmitt vegna þess að hann lá í kröm. Hefði hann ekki án kramar orðið eins og hver annar húsmaður stritandi við sjó og skepnur fram í rauðan Umsagnir um bœkur dauðann svangur og þreyttur? Hokr- andi að brjóstveikri konu og getandi feig börn? (69). Guðmundur er ekki bara skáld og undramaður heldur meira en mat- vinnungur. Skáldskapur hans fellur í þrjá flokka: í fyrsta lagi er einskær launavinna — erfiljóð og andlátssálmar og rímur; í öðru lagi þarf hann af og til að verja skáldskaparheiður sinn — hann hafði ort Skautaljóð gegn nýrri og að honum þótti tildurslegri útgáfu á ís- lenskra kvenbúningnum og önnur skáld eru eilíflega að svara þessum kveðskap hans og hann þarf að svara hverjum og einum; loks eru það lausakvæði sem hann fær ekkert fyrir utan aðdáun manna. Kveðskapur Guðmundar skipt- ist sem sé í launaðan kveðskap, baráttu- kveðskap og innblásinn kveðskap, þar sem hann þjónar engum nema gyðju sinni. Um baráttukveðskapinn segir hann: „maður á ekki að draga gyðju sína í svaðið með svo lágum efnum sem þessu." (103) — og „. . . eigi skyldi nokkurt skáld hneigja kveðskap sinn um of í átt að veraldlegu fánýti." (99). Hann verður að halda áfram að svara „krók- faldssinnum" sökum heiðurs síns — eiga síðasta orðið — skyssan hjá honum var sú að fara yfirleitt að skipta sér af verald- legum efnum. Guðmundur Bergþórsson er nafn- kunn hetja úr þjóðsögum, bæði Jóns Arnasonar og Olafs Davíðssonar; hjá Jóni Arnasyni er einnig að finna sögur af Silunga-Birni. Ekki veit ég um hugsan- legar fyrirmyndir að Þóroddi Bárðar- syni, en hitt er víst að þar er komin persóna sem ekki var þjóðinni síður hugleikin en ákvæðaskáldin: sterki mað- urinn, sá sem loftar steinum sem enginn annar og glímir við tröllkonur — til- 465
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.