Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 110
Tímarit Máls og menningar Fyrri þætti spurningarinnar má ef- laust svara þannig að „Djöflaeyjan“ sé skáldskapur sem settur sé í sögulegt samhengi og þannig unninn að hann standist fyllilega sem „raunsæileg skáld- saga“. Gömul kona hafði þau orð við mig um þessa sögu að hún væri einhver „sannasta“ eða „réttasta“ saga sem hún hefði lengi lesið. Eg held ég hafi skilið hana rétt á þann veg að hún ætti ekki endilega við sögulegt eða historískt gildi frásagna og persónulýsinga (hún var reyndar gagnkunnug braggahverfi í Vesturbænum) heldur ætti hún fremur við að sagan væri „sönn“ í þá veru að það sem þar segði gœti verið satt. Allt um þetta hygg ég ómaksins vert að velta fyrir sér síðari hluta spurningarinnar: Hvað um táknin? Inngangur „Djöflaeyjunnar", sá kafl- inn sem ber heitið „Ljós í myrkrinu“, er að mínu viti nokkur lykill í þessu efni. Frásögn hefst þar í miðjum klíðum á fyrstu jólunum í Gamla húsinu (þ.e.a.s. um miðbik sögutímans skv. tímatali hér að framan). Stríðinu er lokið og fjöl- skyldan hefur komist í ofurlitlar álnir. Um það er hún þá hliðstæða þjóðarinn- ar. Gefið er í skyn að saga fjölskyldunn- ar hafi verið almenn saga: . . . Fram til þessa höfðu jólin verið í það mesta kerti og spil og auka súr- biti með kvöldskattinum einhvers- staðar í moldarkofa eða saggafullu greni; þannig hafði það verið svo lengi sem munað var, öld eftir öld í meira en þúsund ár, frá því fyrsti landnámsmaðurinn hraktist af leið og brotlenti á þessari eyju. Sjálf ætt- móðirin í húsinu, hún Karolína spá- kona, gat þakkað klækjabrögðum sínum og prútti við máttarvöld af ýmsum gráðum veraldleikans að hún hafði aldrei orðið úti, eða hungur- dauða að bráð, einhvern þann heim- skautavetur sem drottinn gaf þessu landi . . . (Bls. 7). Væntanlega er þessi kafli nóg til að taka af öll tvímæli. Ættmóðirin Karolína er ekki aðeins persóna í sögu, hún er tákn „móðurinnar" á öllum öldum. Fellur það ágæta vel að því sem áður var sagt um þá persónu. En áframhaldið styður túlkunina ótvírætt: Allir voru í fínum fötum. A jóla- borðinu var bandarískur kalkúni og í stofunni fegursta gervijólatré lands- ins, ... I augum Tomma var æðsta stig okkar jarðnesku tilveru að geta setið í eigin húsi við hátíðar, spari- klæddur með vindil. Þannig lifðu höfðingjar og það var Tommi ekki og myndi aldrei verða, að því er hann hélt. En þetta kvöld sat gamli kapp- inn klæddur nýjum brúnteinóttum ráðherrafötum í hægindastól í stof- unni og opnaði pakka frá Gógó stjúpdóttur sinni; í pakkanum var heill kassi af stórum svörtum vindlum. . . (Bls. 8—9). Hér virðist a.m.k. flest ganga upp: Fjölskyldan í eigin húsi = þjóðin í sjálf- stæðu ríki; kræsingarnar gjafir (eða smyglvarningur) frá Bandaríkja- mönnum (Gógó er gift Kana). Við les- andanum blasir hin nýríka íslenska þjóð á bak stríði. Líkingin heldur áfram þegar tekið er til við að lýsa neyslu fjölskyld- unnar: Tommi reykir þangað til hann liggur fársjúkur, Dollí leggst veik, hefur fengið „hægðateppu af spenningi“ — og sjálf Karolína hengir jólaskrautið utan á sig og finnst hún verða kona með kon- 460
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.