Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar iðulega komi bakslag í þessa viðleitni. Bókmenntasöguleg staða módernism- ans er dálítið sérkennileg, því þótt ýmsir áhrifamestu höfundar aldarinnar teljist módernistar, hefur módernisminn sjaldan notið almannahylli; hann hefur ekki orðið að viðtekinni hefð í þeim skilningi. Jafnframt hefur hefðbundnari skáldskapur notið vaxtarskilyrða áfram. Mér þótti lengi sem íslenska nýraunsæið væri tímaskekkja á eftir hollri formröskun módernism- ans. En þegar betur er að gáð morar öldin í slíkum „tímaskekkjum". Sífellt hafa verið að koma fram höfundar, sem treysta því að þeir geti haft frjótt samneyti við lesendur sína þótt það fari eftir hefðbundnum leiðum. Og ef- laust eru gagnrýnendur stundum of vantrúa á að slíkir höfundar geti birt les- endum sínum veruleikann í nýju ljósi. Þær stefnur sem ég hef kennt við „hefð“ í þessari ritgerð eru að sjálfsögðu ekki stirðnuð fyrirbæri. Yfirleitt þróast hefðbundinn skáldskapur með breyttum tímum, samfara málþróun samfélagsins og togstreitunni innan bókmennta. Hefðin ferðast með tímanum og er oft umdeilanlegt hvað hún skilur eftir sem úrelt form. I prósagerð hafa ýmsir nútímahöfundar sem kallast mega realistar, t. d. Böll, Graham Greene, Iris Murdoch og Saul Bellow, orðið fyrir beinum og óbeinum áhrifum frá höfundum sem róttæk- ari hafa verið í nýbreytni. Jafnframt eru það kannski höfundar sem þessir er veita okkur nauðsynlega undirstöðu til að fylgja hinum róttækari eftir í formgerðarandófinu. Óneitanlega er það kaldhæðnislegt ef hinn uppreisnar- gjarni módernismi getur ekki lifað án forvera síns, en ég tel að þessar aðstæður hafi þó einmitt aukið fjölbreytnina í bókmenntum aldarinnar. Ljóst er að ýmsir höfundar eftirstríðsáranna skrifa í meðvituðu framhaldi af fyrstu kynslóðum módernismans, höfundar eins og Beckett, Pinter, Pynchon, Nabokov, Durrell, Frisch og Grass. Þetta gildir og almennt um þær hræringar sem stundum eru kenndar við póstmódernisma, en það óljósa hugtak er notað um ýmsa bókmenntastrauma síðustu áratuga, m. a. „konkret“ ljóð, absúrdismann, frönsku nýsöguna og ýmis konar vísvitaðar sögur (sem hafa ýtt enn frekar undir hin meðvituðu skáldskapareinkenni módernismans). En samt vandast mjög öll höfundaflokkun á þessu tímabili, sérdeilis þegar höfundar líta um öxl, gera sér grein fyrir títtnefndri tvíhyggju, sjá að hún er jafnvel að verða að hefð í sjálfri sér og reyna því að leika á hana, oft með því að vera bæði-og frekar en annaðhvort-eða. Ef til vill er óraunsætt að tala um módernisma og realisma sem bókmenntastefnur eftir aðra heimsstyrj- öld, og réttara að fjalla um tvenns konar rithátt eða miðlunarleiðir sem geta jafnvel búið í einu og sama verkinu (að sjálfsögðu má einnig finna slíka sam- búð í eldri verkum, og er Thomas Mann e. t. v. eitt besta dæmið um hana, ef við leyfum okkur að lesa hann svolítið öðruvísi en Lukács gerði). Síðustu 436
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.