Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 63
Sögukennsluskammdegið taki tillit til allra sjónarmiða sem þeir kunna að túlka. Hlutleysi er mark til að stefna að þó að enginn nái því. Það er engin ástæða til að ætla að bækur verði líflausar þó að þær stefni að hlutleysi á þennan hátt. Ef bækurnar fela í sér ólík sjónarmið má alveg trúa jafnvel kornungum lesendum fyrir því að taka afstöðu, og það mun reynast skemmtilegra en að fá afstöðuna innpakkaða frá ríkinu. 4. Viðhorf samfélagsfræðinnar. Oþarft er að hafa mörg orð um sjónarmið þeirra sem vörðu samfélagsfræðistefnuna, umfram það sem gert er hér að framan. Þó sakar ekki að minna á kjarna þeirra, t.d. með því að taka upp nokkur orð úr viðtali Erlu Kristjánsdóttur námstjóra við Guðmund Magn- ússon í Mbl. 13. nóv.: Aðaltilgangur sögunnar er að hjálpa fólki til að skilja nútímann betur. Þegar námsefni í samfélagsfræði hefur verið samið hefur þetta sjónarmið verið haft að leiðarljósi, og höfundar velt fyrir sér hvað það er í sögu okkar Islendinga sem getur hjálpað uppvaxandi kynslóð að skilja samfélag nútím- ans. Ástæðulaust er að líta á þetta viðhorf sem nokkurs konar svik við söguna. Henni er ekki gert neitt lægra undir höfði þó að henni sé markvisst beitt til að gera nútímann skiljanlegan. Miklu frekar hygg ég að sögukennslu sé styrkur að tengslum við nútímaumhverfi nemenda. Hins vegar kann að vera að samfélagsfræðisinnum hafi hætt til að vanmeta möguleika sögu sem námsaðferðar. Gert hefur verið ráð fyrir því að samfélagsfræðinámið snerist um lykilhugtök og meginhugmyndir. Lykilhugtökin eru mjög almenn: um- hverfi, félagsleg samskipti, félagsmótun, togstreita. Meginhugmyndirnar eru líka almennar hugmyndir og hvorki stað- né tímabundnar: möguleikar manna til að nýta umhverfi sitt eru m.a. háðir tæknikunnáttu þeirra. Síðan á að skipa námsefni þannig saman að það stuðli að skilningi á þeim lykilhug- tökum og meginhugmyndum sem liggja til grundvallar hverju sinni. Þessi aðferð er sýnilega meira í ætt við alhæfandi félagsvísindi (félagsfræði, hagfræði, mannfræði o.fl.) en sögu. Eg held að hitt kæmi fullt eins vel til greina að nota sögulegt samhengi sem tengiefni samfélagsfræðinnar, taka fyrir saman það sem gerðist eða var á sama stað og sama tíma eða í tímaröð. Það mundi engan veginn útiloka að þætta saman við söguna eins mikilli landafræði og félagsfræði og ástæða þætti til. Stundum ganga samfélagsfræðimenn jafnvel svo langt að afneita allri samfelldri sögu handa börnum. Þetta sjónarmið kemur fram í annars merkri grein Lofts Guttormssonar í Þjóðviljanum helgina 21,—22. jan. Þar gengur 413
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.