Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar berar hugmyndir um þennan Arf Islend- inga. Hann flimtar með það sem viður- kennt er og einatt vitnað í — snýr út úr frasgum tilsvörum og atvikum í Islend- ingasögunum í fyrstu ljóðabók sinni, Kvxöi; hann snýr Aravísnm Stefáns Jónssonar upp á Ara fróða í ljóðabók- inni Erindi og ræðst á íslenskufræðinga í bókinni Ofsögum sagt, lætur sér raunar ekki nægja minna en að drepa þá alla nema einn í sögunni Síðasta Rann- sóknarafingin. I þeirri sögu kemur am- eríski herinn íslenskri menningu til bjargar á elleftu stundu — Þórarinn und- irstrikar þannig rækilega tengsl hinnar opinberu íslensku menningar sem stjórnmálamenn tala stundum um og tröllsins í heiðinni. Andspænis menningu valdsmanna stillir Þórarinn þeirri alþýðumenningu sem hefur átt mjög í vök að verjast á seinni hluta þessarar aldar. Hann hefur alla tíð verið fastheldinn á ljóðstafi og rím og hann kveður einatt bæði lipurt og ljóst. Hann notar rímnaformið til að höggva í spað „af-eigin-rammleik“-mýt- una í Disneyrímum — beitir sér gegn þeirri menningu, sem þurrkar út öll sér- kenni, með því að taka séríslenskt og stirðnað kveðskaparform og endurnýja það. I Ofsögum sagt ber töluvert á því að þjóðsagnaefni sé heimfært upp á ým- islegt í nútíðinni — það eru settar upp skýrar hliðstæður sem ekkert truflar, sögur eins og Tilbury og Mál er aö mrela eru auðskildar allegóríur, lausar við alla margræðni. Og stíllinn á þessum sögum og öðrum bendir til viðleitni höfundar til að ná einhvers konar alþýðlegum stíl, hann bregður sér í búning þess sem ekki er vanur pennanum: Þórarinn er að reyna að ná valdi á þeirri íslensku frá- sagnarlist sem raunsæishöfundar tala stundum um, og það tekst honum. Enn má greina aðra andstæðu við hina viðurkenndu bókmenntahefð í bókum Þórarins. Þar er víða á stjákli Jóhannes Birkiland: í fyrstu bókinni í ljóðinu Lítt vanur reiðhjóli, þar sem skáldið brunar inn í mannþröng á reiðhjóli og fellur; í Tíundi ágúst nítjánhundruösjötíuogsex í Erindum þar sem ort er um „æfi sem varð heimsins stærsta EF . . .“ og í Of- sögum sagt í sögunni Lagerinn og allt — og alls staðar er Jóhannes hið misskilda og forsmáða skáld sem er eins og Ólafur Kárason nema hann hefur enga gullna slikju í hárinu og kvenfólk vill ekki sjá hann og honum er alls staðar hent út af því hann heldur að hann sé uppúr gamla testamentinu . . . Einfaldur alþýðlegur stíll, fyrirlitning á valdsmönnum, þjóðleg verðmæti, skáldið andspænis yfirstétt annars vegar og alþýðu hins vegar — þetta má allt sjá í fyrstu skáldsögu Þórarins Eldjárns, Kyrrum kjörum (Iðunn 1983). Söguhetj- an þar Guðmundur Bergþórsson er að vísu ekki Jóhannes Birkiland fyrri alda, en þeir eiga margt sameiginlegt og pers- ónugera eitthvað svipað í skáldskapar- heimi Þórarins Eldjárns: alþýðuskáldið ósáttfúsa sem reynir að sigrast á veik- leika sínum og mistekst. Sagan I Kyrrum kjörum er sagt frá síðasta aldursári Guðmundar Bergþórssonar sem er skáld og kramarmaður, máttlaus nema í vinstri hendi og: „Höfði sínu hélt hann og bar það jafnan hátt“ (9). Sögu- svið er undir Jökli og atburðirnir gerast í byrjun 18. aldar. Fyrir atbeina kynja- mannsins Silunga-Bjarnar fær Guð- mundur hjálparmann, Þórodd Bárðar- son sem er brennimerktur þjófur og tröll að burðum og vexti. Þóroddur gengur í öll störf fyrir Guðmund og 462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.