Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar um til erótískar ímyndir) og hefur til að bera bæði kynþokka (kynþokki einkaritarans er í réttu hlutfalli við það álit sem húsbóndinn nýtur) og ákveðinn frískleika sem starfsþjálfunin hefur ekki svipt hana. Ef lesandinn myndi eftir tísku fimmta áratugarins mundi hann gera sér grein fyrir táknkerfi myndarinnar. Þá færi það ekki fram hjá honum að stúlkan er í dropóttri blússu. I þeim svarthvíta heimi góðs og ills, sem birtist í teikni- myndunum, tjáir þetta ótvírætt hreinleika. I teikningunum sem koma á eftir verður ljós andstæðan milli þessarar léttu fíndropóttu blússu og þröngs silkiklæðnaðar glæfrakvendisins. Sjöundi myndrammi. Eftir margbrotnar táknfræðilegar skírskotanir teikninganna á undan kemur nú sú sjöunda með samtali Steves og einkarit- arans. Með samtalinu bætir hún nýjum þáttum í hugmyndaheim sögunnar, en aðalhlutverk hennar er að undirbúa áttundu mynd. Ritarinn skýrir Steve frá símhringingu, sem hún var í þann veginn að fá þegar hann kom inn, og kynnir þann sem er í símanum: „Þetta er herra Dayzee, einkaritari Copper Calhoon, úlfynju hlutabréfamarkaðarins." — „Hm, þeir kalla hana „kopar- hausinn". Það væri gaman að vita hvort hún gólar eða hvæsir.“ I þessu samtali er margt gefið í skyn. Nafn einkaritarans minnir á smáblóm (daisy) — og þegar við fáum að sjá hann kemur í ljós að kjánaskap hans hæfir svo kátlegt nafn. Nafn ungfrú Calhoon sjálfrar er „Copper“ (kopar, sem einnig er notað um rautt hár), svo að maður sér fyrir sér mikið rautt hár. Viðurnefnið sem Steve getur um kallar ekki aðeins fram mynd af eirrauðu höfði heldur er það líka nafn á hættulegri slöngu. Þess vegna notar hann orðaleikinn með að góla (eins og úlfurinn) og hvæsa (eins og slangan). Gagnvart slíkri persónu reynist Steve vera fordómalaus og hvergi smeykur. Áttundi myndrammi. Umhverfiskynningin er frábær. Allt ber vott um mesta íburð með stíleinkennum frá ýmsum skeiðum 19du og 20stu aldar. Lóðréttar línur eru ríkjandi, svo að við sjáum fyrir okkur sal þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Einkaritari Copper Calhoon er klæddur eins og stórlax í óperettu; flónskusvipurinn — sem kemur enn betur í ljós á næstu myndum — dregur ekki athyglina frá íburðinum sem hver þráður í fötum hans ber vitni um. Og af einkaritaranum getur maður dregið ályktanir um konuna sem er yfirmaður hans: Copper Calhoon sést á bak við mjög stórt skrifborð, í svartri dragt sem nær alveg upp að hnakka. Persónuleikinn kemur betur fram á næstu myndum, en nú þegar getum við séð að hún er vísvitandi blanda af Mjallhvít og Hollywoodleikkonunum Veróníku Lake í „Konan mín er norn“ og Hedy Lamarr. Hún er umfram allt óheillakvendi, femme fatale, og skírskotanir til mæðraveldis í viðskiptalífinu hverfa að 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.