Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar nefna organistann í Atómstöðinni (1948), afa í Brekkukotsannál (1957), Ibsen Ljósdal í Prjónastofunni Sólin (1962) og séra Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli (1968). Auk þess er vægast sagt vafasamt, hvort eigi að telja þessa menn „veika“ eða „kvenlega". Eru þeir ekki þvert á móti eftirtakanlega seigir karlar, óhagganlegir í lífsskoðun sinni? A hinn bóginn er hinn herskái stíll Alþýðubókarinnar að áliti AS rang- hverfan á minnimáttarkennd skáldsins sem listamanns, „ófullkomins einstak- lings í framleiðslunni". Þar kemur hann ekki fram sem „nemandi" heldur sem hinn karlmannlegi „lærifaðir og frjóvg- andi“ (97). AS vill sem sé gefa andstæðu þcirri, sem hér er um að ræða, greinilega kynferðislega merkingu. En ætli hann hafi þá ekki leitað langt yfir skammt. Hann tekur alls ekki tillit til þess að stíll sá sem höfundurinn beitir í þessu ádeilu- riti er vísvitandi formregla hjá honum. Laxness hefur séð hinn ófyrirleitna rit- hátt Strindbergs sem fyrirmynd — Al- þýðubókin er sem sagt „en ren strind- bergiade"! Djúpsálarfræðilegri skýringu á stíl þessa rits virðist ofaukið. Þrátt fyrir allt er engan veginn útilok- að, að það sé sannleikskorn í því sem höf. segir um veika stéttarstöðu, minni- máttarkennd skáldsins, karllegt-kven- legt o.s.frv. En það vantar markvissa röksemdafærslu, sem hefði getað stutt, ef ekki sannað, tilgátur hans. Einsog er hefur hann sett þær fram sem nokkurs konar kenningar, án þess að ræða ræki- lega einstaka þætti í sambandi við texta Halldórs. AS hefur með réttu litið á Aljrýðubók- ina sem aðalheimild um þróun skálds- ins. Samt sem áður finnst mér mikilvæg atriði hennar hafa orðið útundan, atriði sem gera hana að mjög sérstæðu og jafn- vel þversagnarkenndu sósíalísku riti. Það má nefna hina næstum því trúarlegu þjóðerniskennd; enginn íslenskur „þjóð- ernissinni“ hefur að mínu viti gengið lengra í þá átt en Laxness í Alþýðubók- inni. Handan við herskáa skynsemistrú hans í öllum þjóðfélagsmálum leynist persónuleg dulhyggja tengd íslenskri náttúru. Stundum, er hann lítur til ís- lenskra fjalla að vori til, ekki síst eftir langa dvöl í erlendum stórborgum, finnst honum „sem standi ég nú and- spænis hinni hinstu opinberun sálar rninnar" (133). Þótt hann vísi á bug öll- um rökræðum um hinstu rök tilverunn- ar sem ófrjóum leik að orðum, öllu tali um allt sem er fyrir utan þekkingarsvið okkar, þá gerir hann í eigin nafni þessa játningu: „En —, ef trúin skyldi nú reynast andlægur og afstöðubundinn hæfileiki, en ekki hlutlægur og óbrigðull sannleiki, þá leyfi ég mér að mæla með sjálfum mér sem hinum heitasta trú- manni.“ (366). Það hlýtur einnig að vera mjög svo sjaldgæft, í sósíalískri stefnuyfirlýsingu, að finna heimildarriti taóismans, Bók- inni um Veginn, lýst sem „hinni merki- legustu bók, sem nokkru sinni hefur verið rituð í heiminum“ (35). Og strax á fyrstu blaðsíðu er talað um aldraða móðurömmu skáldsins og „gott hjarta- lag“ hennar, sem „lýsti sér í gamansemi, elju, afskiftaleysi af trúmálum, jafnaðar- geði í sorgum, kurteisi við bágstadda, hugulsemi við ferðamenn, óbeit á leik- araskap, góðsemi við skepnur“. En þetta eru einfaldir mannlegir eiginleikar, grundvallarhugsjón handan við alla heimspeki og allar rökstuddar „skoð- anir“. Um þetta er lítið sem ekkert að lesa í ritgerð AS, og þar með missir maður hinnar díalektísku spennu í bókinni, 452
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.