Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 113
heldur á skáldinu þegar það þarf að
bregða sér af bæ — að auki er hann í
vinnu hjá stórbóndanum monsjör Bent
við að útbúa kirkjugarð sem fylltur er
með skeljasandi. Þóroddur er eftirlýstur
í öðrum landsfjórðungum og valdsmenn
gera ítrekaðar tilraunir til að ná honum
en tekst ekki vegna klækja Guðmundar.
Silunga-Björn ætlar Þóroddi annað og
meira hlutverk en að vera púlsdýr hjá
Guðmundi þegar hann leiðir þá saman
— þegar rétt stund rennur upp á Þórodd-
ur að bera Guðmund á afvikinn stað svo
hann geti framið galdur sinn í næði:
dvergurinn Sjálfur Pálmi Purkólín hefur
aðsetur í hrauninu skammt frá bænum
og hann býr yfir smyrslum sem geta gert
Guðmund heilan.
Nú deyr Silunga-Björn og Guðmund-
ur erfir eftir hann nauðsynlegar bækur
til að særa dverginn út úr steininum. A
meðan Guðmundur grúfir sig yfir bæk-
urnar fer Þóroddur að leggja stund á
galdur til að ná ástum dóttur monsjör
Bents. Þegar Guðmundur er reiðubúinn
til særinga ber Þóroddur hann út að
steininum og á síðan að koma aftur að
sækja hann á umsömdum tíma. En kukl
hans verður þeim félögum að falli: mon-
sjör Bent kemur og heimtar að fá að tala
við Guðmund þvi dóttirin sé með óráði,
Þóroddur neyðist til að vísa honum á
skáldið og rétt í þann mund sem Sjálfur
Pálmi Purkólín er að rétta skáldinu
smyrslin kemur hann auga á monsjörinn
og hverfur aftur inn í steininn. Eftir
þetta er Guðmundur auðveldari viður-
eignar en áður fyrir valdsmenn sem
hyggjast senda hann utan á konungs-
fund þar sem honum er ætlað að vera
skemmtikraftur. En áður en af því verð-
ur leikur Guðmundur þann mótleik sem
hann á einan eftir — hann deyr. Og
þegar grípa á Þórodd í kotinu, stækkar
Umsagnir um bakur
hann svo að þekjan rofnar, tekur undir
sig stökk og er horfinn.
Samfélagib
„Píramída gat því víðar en á Egypta-
landi“ (56) — segir í bókinni þegar greint
er frá stéttaskiptingu að Búðum. Þarna
eru fyrrum klausturjarðir sem kóngur á,
sýslumaður fer með umboð hans, Mon-
sjör Bent hefur svo þessar jarðir á leigu,
leigir þær öðrum lægra settum sem sjálf-
ir leigja skika „búðarmönnum sem
margir hverjir héldu húsmenn og aðrar
fátækar skepnur. Neðstir allra voru loks
ómagar ýmsir, aumingjar og kvikindi á
framfæri sveitarinnar, sömuleiðis flakk-
andi lýður sem reiður hentust ekki á“
(56). Þetta samfélag er ekki ýkja fyrir-
ferðarmikið í sögunni, það lýtur þörfum
frásagnarinnar af Guðmundi og Þóroddi
og við kynnumst einungis nokkrum full-
trúum yfir- og undirstéttar. Ur neðra
laginu kemur slefberinn Olvir smiður
kallaður „ævinlega“ því það er orðtak
hans; Ölvir er kjaftatýfan í sögunni, sá
sem ber út sveitaslúðrið — sennilega
fyrsti karlmaðurinn í því hlutverki í ís-
lenskum bókmenntum — og þegar hann
birtist er illt í aðsigi; hann er váboði,
ævinlega. Móðir hans Valgerður hefur
líka á sér stikkorð — tóbak. Hún svæfir
ungabarn með tóbaki og tóbaksnautn
hennar kemur Guðmundi að notum
þegar hann er að klekkja á biskupnum
Jónmundi Hítalín. Þau mæðginin eru
andstæður og sitt hvorum megin víglín-
unnar í stríði skáldsins við yfirvöld.
Fulltrúar yfirstéttarinnar í sögunni
eru líkt og mæðginin holdgervingar eins
tiltekins skapgerðarþáttar, einæðingar
sem ekki er að sjá að bærist hugsun með,
heldur einungis fíkn. Sá danski monsjör
Bent Lárusson hefur unnið sig frá ör-
birgð upp í eignamann, en honum er
463