Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 73
Bardttan um raunsxid marki náði deilan undir lokin með ritgerðum marxistanna Georgs Lukács og Ernst Bloch, sem voru eins konar fræðilegir fulltrúar þeirra andstæðu fylkinga sem sjá má að baki skoðanaskiptanna. Deilan hófst með ritsmíðum eftir Klaus Mann og Alfred Kurella (sem skrifaði undir nafninu Bernhard Ziegler), sem báðir réðust harkalega á Gott- fried Benn. Hann hafði verið eitt glæsilegasta ljóðskáld expressjónismans, en tók að daðra við nasismann á fjórða áratugnum og naut um sinn náðar í þeim herbúðum. Mann ásakaði Benn um að hafa gerst svikari við siðmenn- ingu Vesturlanda, og deildi síðan á hann fyrir formdýrkun; hinn einangraði formvilji hans í skáldskap væri sem tákn um agann í nýjum ríkjum fasism- ans. — Kurella gekk miklu lengra og taldi að Benn væri dæmigerður fyrir expressjónismann í heild og jafnvel fyrir víðtækari „þróun sem átt hefur sér stað sl. 50 ár eða lengur“6 og á hann ljóslega við þær skáldskaparhræringar sem við venjulega flokkum undir módernisma. Og það var Kurella sem hleypti hitanum í deilurnar með því að fullyrða að nú væri „auðkennilegt hvaða andi fæddi af sér expressjónismann og hvert þessi andi ieiðir þá sem fylgja honum til enda: í fasismann." (50) Alls tóku 15 höfundar þátt í deilunni og get ég rýmis vegna aðeins drepið á nokkur meginatriði. Sumir tóku undir orð Manns og Kurella, og höfðu frammi stóryrði um menningarúrkynjun og svik við skáldskapinn, auk hins meinta skyldleika við fasismann. En ýmsir brugðust við til varnar express- jónismanum. Bent var á að margir expressjónistar væru róttækir vinstri- menn sem á öðrum og þriðja áratugnum hefðu verið í meðvitaðri uppreisn gegn hinum borgaralegu öflum. Herwarth Walden benti á að þau öfl sem kappsamlegast börðust gegn expressjónismanum á sínum tíma gegndu nú stóru hlutverki í menningarlífi nasista. Peter Fischer taldi að andrökleg listsköpun expressjónismans hefði verið andóf gegn blekkingunni sem bjó í skynsemistrú borgarastéttarinnar og trausti hennar á „Ruhe und Ordnung“. Jafnframt hefði expressjónisminn opnað hin listrænu form og hleypt inn nýjum hugmyndum, einkum þeim sem ekki eru af natúralískum toga og sem sækja má til ýmissa menningarsvæða og tímabila. En áköfustu stuðn- ingsmönnum realismans var einmitt mjög í nöp við alla þróun í slíka átt. Sumir þátttakenda lögðu mikla áherslu á að expressjónisminn hefði fundið sig knúinn til að skapa ný listform fyrir ný lífsform, en fyrst hafi þurft að ryðja úr vegi því sem fyrir var — nauðsynlegt hafi verið að rústa hefðina. Hér var komið að einu viðkvæmasta deiluefninu, spurningunni um hefð og menningararf. Ymsum sósíalistum fannst að hin nýja sósíalíska menning yrði að rísa á traustum grunni og að hann væri ekki að finna nema í hinni borgaralegu menningararfleifð Evrópu.7 Sögulegar aðstæður á fjórða áratugnum ýta síðan rækilega undir þessa „ættleiðingu“, því þá starfa 423
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.