Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar líka leiða að því rök að ofnotkun myndefnis, stöðug mötun, dragi úr ímyndunarafli barna. Þeim er ekki látið eftir að bæta neinu við sjálfum, eins og reyndar er uppi á teningnum í sambandi við leikföngin, sem verða æ fullkomnari tæknilega - dúkkur sem tala og borða, og þar fram eftir götunum. Auðvitað eru ekki allar teiknimyndasögur jafn slæmar. Það er sammerkt þeim bestu að þær notfæra sér möguleika tækninnar á frumlegan hátt en varast að beita klisjukenndum lausnum. Ovenjulegar myndasögur eða notkun á myndasögutækni í nýju samhengi geta verið örvandi og hvatt til skapandi hugsunar. A þann hátt má berjast gegn einhæfum áhrifum mynda- sagna með eigin vopnum myndasögutækninnar. Sá íslenskur teiknari sem einna helst hefur notað myndasögutækni í myndskreytingum sínum er Sigrún Eldjárn. A ferli sínum sem barnabóka- teiknari hefur henni tekist að losna við ákveðna stífni í línu sem háði henni nokkuð í upphafi (bækurnar um Sigrúnu eftir Njörð P. Njarðvík). Teikningar Sigrúnar eru augljóslega undir áhrifum frá myndasögum. Hún notar mjög snemma hugsanablöðrur í myndskreytingum sínum og seinna talblöðrur. Hljóð„effektar“ koma líka fyrir og hreyfilínur eru mikið notað- ar. (Með hreyfilínum á ég við strik sem teiknuð eru í kring um persónu eða hlut til að tákna að hann sé á hreyfingu). Auk þessara beinu myndasögu- áhrifa má sjá nokkra þróun í meðferð Sigrúnar á mannamyndum. Ef við berum saman andlitsmyndir úr fyrstu bókunum og þeim seinni (fyrir utan Sitji guðs englar) er augljóst að þarna hefur orðið breyting — andlit krakkanna eru t.d. nú orðið einfölduð á „venjulegan“ hátt, nefið er kúla, augun punktar, munnurinn strik. Það má segja að þróunin í átt til meiri léttleika hafi orðið nokkuð á kostnað frumleika, að nýrri teikningarnar séu farnar að nálgast „stereotýpu“ barnabókateikninga heldur mikið. Sigrún hefur notfært sér tækni teiknimyndasagna á mun frjórri og skemmtilegri hátt í þeim bókum sem hún hefur samið sjálf, bæði texta og myndir (Allt í plati, Iðunn 1980 - Eins og í sögu, Iðunn 1981). Þar eru talblöðrusetningarnar ekki endurtekning á prentuðum texta bókarinnar, heldur framhald á honum og geta því hvatt barnið til að takast á við lestur samfellda textans. Léttur og gáskafullur stíll myndanna er í fullu samræmi við textann. Hugsanablöðrurnar sjálfar eru kveikjan að atburðarás bókanna og þessi nýting Sigrúnar á myndasögutækninni getur haft örvandi áhrif á ímyndunarafl lesendanna. Eg veit um krakka sem hafa farið í „hugsana- blöðruleik“ eftir að þau heyrðu þessar sögur, og teiknuðu þau og skrifuðu alla vega „fantasíur“. Það var skemmtilegt að sjá að hvorki myndir né textar barnanna voru hið minnsta lík bók Sigrúnar, hún hafði bara komið þeim af stað, örvað þeirra eigin sköpunargleði. 372
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.