Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 25
Myndskreyting barnabóka
fletta þessari bók. Mynd eins og á kápusíðunni er gott dæmi um að hægt er
að ná meiri áhrifum með því að láta allar kröfur um „eðlileika" lönd og leið,
en byggja á þeim möguleikum sem myndin sjálf gefur, þó í anda textans.
Góð myndskreyting getur auðgað texta á ýmsa vegu; verið tii skýringar,
gefið andrúmsloft tíma og staðar þar sem atburðarás fer fram, gert persón-
urnar lifandi og sýnilegar, dýpkað túlkunarmöguleika og gefið textanum
nýja vídd t.d. með vali myndefnis eða sjónarhorns. Auk þess að vinna með
textanum á þennan hátt hefur myndskreyting sjálfstætt gildi sem myndverk
og er oftast einhver fyrsta snerting barnsins við heim myndlistarinnar.
Þegar ég reyni að rifja upp hvaða bókateikningar höfðuðu mest til mín
þegar ég var barn og unglingur kemur ýmislegt upp í hugann. Athyglisverð-
ast er þó hversu fjölbreytilegt myndefni þetta er: Koparstungurnar í
Grimms-ævintýrunum og klippimyndir Nínu Tryggvadóttur, teikningar
Barböru Arnason og Tove Jansson og Dimmalimm-myndir Muggs svo
nokkur dæmi séu nefnd. Þarna er augljóslega ekki um neina eina stíltegund
að ræða, heldur eiga þessar myndir það sameiginlegt að vera góðar myndir
og falla vel að hinum ýmsu textum.
Myndir geta alveg eins og texti verið örvandi eða deyfandi fyrir skapandi
hugsun viðtakanda. Það myndefni sem við fáum í hendur er mótandi fyrir
smekk okkar og viðhorf, ekki aðeins viðhorf til myndlistar heldur til
umhverfisins yfirleitt og afstöðu okkar til þess.
Börn sem alast upp í borgum nútímans eru ekki síður opin fyrir sjónræn-
um áhrifum en börn sem hafa meiri tengsl við náttúruna. En þessi áhrif
byggjast ekki fyrst og fremst á skynjun dýralífs, gróðurs, landslags eða
mannlífs, heldur á skynjun umhverfis sem gert er af manna völdum — hús,
götur, bílar, blöð, bækur, búðargluggar, sjónvarp. Með sívaxandi notkun
sjónvarps og myndbanda eru börnin undir stöðugri „skothríð“ sterkra,
sjónrænna áhrifa. Það er því mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að athuga
myndefni með gagnrýni og reyna að kenna viðtakendum, ekki síst börnum,
að skilja og greina myndir. Góð myndlist í barnabókum er nauðsynleg og
getur að einhverju leyti vegið upp á móti ruslinu. Það sem e.t.v. skiptir
mestu máli er að breyting verði á afstöðu fólks til myndefnis handa börnum
— það þarf ekki að framleiða sérstaklega auðmelt og yfirborðskennt eða þá
yfirmáta „sniðugt“ barnaefni — börn geta skilið góða myndlist af innsæi og
innileika, ef þau bara fá tækifæri til að njóta hennar.
Ragnheiður Gestsdóttir er kennari og myndlistarmaður. Hún hefur myndskreytt
margar bækur, t.d. nýja útgáfu á ritsafni Ragnheiðar Jónsdóttur.
375