Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 21
Myndskreyting barnabóka Eí litið er á myndskreytingar barnabóka almennt er ákaflega mismunandi hvernig þær eru unnar. Sumar eru árangur mikillar nostursemi, aðrar eru hratt teiknaðar skissur, og allt þar á milli. Það er enginn mælikvarði á gæði að myndirnar séu unnar af nákvæmni, hvað þá að einhverjum ljósmynda- realisma sé náð. Miklu meira er um vert að samræmi sé í myndunum og myndir og texti vinni saman. Vel heppnaðar myndir verða hluti af sögu og hún gæti orðið allt önnur með öðrum myndum. Hugsum okkur t.d. smá- barnabækurnar um Stubb og Tralla með „eðlilegum" blýants- eða penna- teikningum, eða þá bækur Stefáns Jónssonar með teikningum eins og í Fúsa Froskagleypi! Allar hugsanlegar tegundir myndstíls, tækni og vinnubragða eiga rétt á sér séu þær í samræmi við eðli textans sem þær eiga við. Arið 1979 kom út bókin Agnarögn eftir Pál H. Jónsson (Iðunn) með myndskreytingum Þorbjargar Höskuldsdóttur. Myndirnar eru penna- teikningar, hratt unnar með nokkuð sverum penna. Arangurinn er líflegur, jafnvel nokkuð flausturslegur. Þessi myndstíll truflar lesandann og veldur því að myndir og texti falla ekki saman, þótt ekki sé misræmið eins hrópandi og í ímynduðu dæmunum hér að framan. Sagan um Agnarögn er fyrst og fremst lýsing á sambandi afa við litlu telpuna og leikfélaga hennar. Það er rósemi og hlýja en nokkur þungi og angurværð yfir þessari sögu. I dæmisögum Afa er áhersla lögð á tillitssemi við aðra, virðingu fyrir öllu sem lifir, traust og trú á forsjónina. Það er ákveðin spenna milli hins gamla, heims Afa, og hins nýja, sem þvingar sér inn í þennan heim og hótar eyðileggingu. Börnin eru á bandi Afa og þau reyna að rísa gegn ranglætinu, en hann reynir sjálfur í lengstu lög að loka augunum fyrir staðreyndum. Heimurinn sem Afi leiðir börnin inn í þegar hann segir þeim sögurnar sínar er myndrænn á ljúfan og ljóðrænan hátt og kallar á samsvarandi túlkun í myndum. En til þess að hægt væri að velja myndefni t.d. úr Paradís hefði þurft allt annan stíl. Teiknarinn velur að halda sig við jörðina, við raunveru- leikann, við persónurnar séðar „utan frá“. Að mínu viti veldur áhersla textans á hið innra líf — tilfinningar, drauma, ævintýri — því að myndirnar falla ekki nógu vel að sögunni. Ef til vill lýsir samlíking úr tónlist þessu best: myndirnar eru „leiknar" hratt í dúr tóntegund, en textinn er hægari, í ljóðrænum moll. Talsvert hefur verið rætt um það meðal þeirra sem fjalla um barnamenningu hvernig eigi að bregðast við sívaxandi flóði teiknimyndasagna. Börnin taka þær oft fram yfir aðrar bækur, það er auðveldara að lesa þær og líka hægt að skoða án þess að lesa. Börnin þora varla að takast á við samfelldan texta sem virðist erfiður í samanburði við stuttar setningar í talblöðrunum. Það má 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.