Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 83
Baráttan um raunsaid Skírskotun Við samanburð módernisma og realisma í prósagerð sýnist mér mega fullyrða að málbeiting realismans sé í nánari tengslum við boðskiptahefð málsins á flestum öðrum menningarsviðum; í skólakerfinu, fjölmiðlum og í ýmiskonar upplýsinga-; fræðslu- og skemmtiefni. Textanum er yfirleitt ætlað að vera gagnsær, sjálfsagður, „saklaus“; hann á ekki að vekja allt of mikla athygli á sjálfum sér. Að vísu eykst meðvitund slíkra texta mjög ef höfundur er einkar frumlegur í meðferð málsins; verk Halldórs Laxness eru góð dæmi um hvernig texti kallar á aukna athygli lesenda. I realískum verkum er textanum hins vegar yfirleitt treyst til þess að skírskota „beint“ til veruleikans og fjalla efnislega um hann. I samræmi við þetta er stundum rætt um „veruleikalíkingu" realískra texta. Veruleikalíking er að vísu svolítið sleipt hugtak.23 Flestum lesendum sem í fyrsta sinn glugga í skáldsögur Thors Vilhjálmssonar mun sennilega þykja veruleikinn í þeim afar undarlegur og alls ekki í líkingu við það sem þeir eiga að venjast. Lesandi sem leggur á sig að kynnast vitundinni að baki verkanna tekur þó að búa sér til e. k. „veruleikalíkingu“ sem veitir honum aðgang að þeim; hann freistar að brúa bilið milli veruleikamyndar sinnar og þess veruleika sem verkið bregður upp. En þegar talað er um veruleikalík- ingu sem einkenni á verki er oftast átt við að það uppfylli væntingar lesenda um yfirbragð veruleikans. I realískum sögum er veruleikalíkingin bundin hefð sem ríkir í slíkri sagnagerð, en sem einnig er stöðugt nærð af fyrr- greindum boðskiptahefðum samfélagsins. Höfundar og lesendur eiga sér e. k. óskráðan samning um hvað sé sönn skírskotun til veruleikans. Módernisminn neitar iðulega að þægjast væntingum lesenda og leitast við að rifta samningnum. Skírskotunin er flækt, en jafnframt er oft reynt að hrista af henni viðtekin gildi sem lesendur eru sér e. t. v. ómeðvitaðir um. Þá kemur og í ljós að skírskotun getur aldrei verið bein speglun veruleikans, þó svo við höfum það oft á tilfinningunni við lestur þeirra verka sem kennd eru við realisma. Skírskotun felur ætíð í sér miðlun veruleikans, og þessi miðlun tengist öllum þeim fjölmörgu siðvenjum og gildum sem þátt eiga í mótun textans. Með því að gera miðlunina að meðvituðum þætti verksins eru módernistar oft að reyna að ná fastari tökum á henni og þeirri heimsmynd sem um hana fer. Ymsir fræðimenn leggja gríðarlega áherslu á tengsl forms og samfélagstúlkunar í skáldverkum. Adorno, sem var mikill aðdáandi módernismans, segir t. d.; „I félagslegu tilliti einkennast listaverk af því hvaða inntak er tjáð með formlegum þáttum þeirra."24 Sovéski táknfræðing- urinn Lotman telur að þegar rithöfundur velur verki sínu málformgerð velji hann í leiðinni heimsmynd verksins.25 433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.