Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
unar og bókaútgáfu. Meðal annars af þeirri ástæðu var Arni Einarsson, verslun-
arstjóri í bókabúðinni, ráðinn til þess að taka að sér framkvæmdastjórn bókaút-
gáfunnar til viðbótar við fyrra starf. Gert er ráð fyrir samhæfingu og hagræð-
ingu í skrifstofuhaldi beggja fyrirtækja, m.a. með nýtingu tölvutækni.
A miklu veltur að rétt sé brugðist við breyttum markaðsaðstæðum og ný
tækni skynsamlega hagnýtt, en Mál og menning á enn sem fyrr mest undir því
að félagsmenn og aðrir velunnarar taki útgáfubókum vel og styðji félagið með
ráðum og dáð. Mál og menning vonast eftir að eiga áfram gott samstarf við
rithöfunda og kappkostað verður að láta ekki tímabundna fjárhagserfiðleika
koma niður á þeim. Staða félagsins er í raun og veru sterk og skuldir litlar miðað
við veltu, en vandinn sem við er að glíma er fyrst og fremst rekstrarfjárvandi,
auk þess sem óvissa ríkir um söluhorfur á bókamarkaði. En óvissa og áhætta
hefur alltaf verið snar þáttur í bókaútgáfu, og það á ekki síst við menningarlega
bókaútgáfu hjá fámennri þjóð. Full ástæða er til að horfa fram á við með
bjartsýni. Stefna þeirra sem nú stjórna landinu er að vísu líkleg til að leiða
þjóðina í enn meiri efnahagsþrengingar, en enn eru fram komnar, en ætli fyrstu
teikn séu ekki komin á loft um að launafólk sé að vakna til vitundar um mátt
sinn til að hrinda heimskulegri stjórnarstefnu. Ef íslenskt launafólk skynjar
samstöðu sína og mátt mun brátt renna upp tími betri kjara og nýrra átaka á
sviði máls og menningar.
Halldór Guðmundsson
Nýr fugl á íslenskum bókamarkaði:
Uglan.
Bókin á í basli. Versnandi kjör almennings og nýir valkostir í fjölmiðlun hafa
sameinast um að þrengja að henni sem söluvöru. Hér sem erlendis hafa
útgáfufélög brugðist við með þvi að leggja áherslu á klúbbastúss ýmiss konar.
Mál og menning hefur enn sem komið er ekki viljað fara þessa leið í bóksölu.
Við höfum þá trú að bókin geti sótt fram að nýju á almennum markaði. Slík
gagnsókn getur þó ekki orðið átakalaus, og hún getur ekki bara byggst á fleiri
og stærri auglýsingum, heldur verður hún að fela í sér einhvern mótleik gegn
refjum stjórnvalda og fjölmiðlaheims.
Allt frá áramótum hefur starfsfólk forlagsins kannað hverra kosta það á völ í
þessu sambandi. Niðurstaðan hefur orðið ný herferð í kiljuútgáfu. Að þessu
sinni er ekki ætlunin að binda sig við samfélagsgagnrýnar bækur, heldur á að
auka fjölbreytnina til muna. Markmiðib er að bjóða nýjar íslenskar bækur á
362