Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar Módernisminn vaknar hins vegar til lífs sem andborgaraleg stefna, sum- part með nesti frá rómantísku stefnunni í farangrinum, og býður ríkjandi boðskiptaleiðum birginn með því að láta hinn borgaralega veruleika (ekki síst eins og hann birtist í öðrum textum) gangast undir róttæka framand- gervingu. Enda hafa góðborgarar Vesturlanda oft lítt viljað kannast við veruleika sinn í verkum módernista og telja hann verulega afskræmdan. Augljóst er að frá vissu sjónarmiði er framandgerving einmitt afskræming, enda þarf oft að afskræma vanabundinn veruleika til að hægt sé að bera kennsl á hann. Hér verður jafnframt ljóst hversu mikilvægt hugtakið „raunsæi“ er, og hversu slæmt er að það skuli almennt vera notað um verk sem draga dám af raunsæisstefnu 19. aldar. Með framandgervingu sinni eru módernistar yfirleitt að reyna að sjá það sem er í rann, jafnvel þótt það sé afstæður sannleikur sem býr í huga einstaklings en ekki ótvíræð vitneskja um sammannlegan hlutveruleika. Módernistar virðast iðulega sjá raunveru- leika nútímans öðruvísi en svokallaðir raunsæishöfundar, og má því segja að með formgerðarbyltingu módernismans hefjist barátta um raunsæið. Deilan um expressjónismann Rússneski formalisminn var ásamt fúturismanum kveðinn niður undir lok þriðja áratugarins af stjórnvöldum sem aðhylltust „sósíalrealisma" eins og hann hefur verið nefndur, hefðbundið raunsæi sem ráðamenn jafnt sem höfundar reyndu að tilreiða á viðeigandi hátt til að þjóna hinum nýja veruleika byltingarinnar. „Formalismi“ varð almennt skammaryrði um höfunda og fræðimenn sem þóttu standa hinni opinberu stefnu fyrir þrifum, og allt var þetta rækilega málað í svörtu og hvítu. En skömmu eftir að búið var að skilgreina þennan flokkslæga realisma og setja hann á stall (á fyrsta allsherjarþingi Sovéthöfunda 1934), komu Sovétríkin raunar við sögu í annars konar en þó samsvarandi togstreitu módernisma og realisma. I Moskvu kom á fjórða áratugnum út tímaritið Das Wort, sem var málgagn þýskra rithöfunda og menntamanna er útlægir voru frá Þýskalandi Hitlers. Arið 1937 hefst í tímaritinu mikil deila um þýska expressjónismann og er þetta að mörgu leyti ein merkilegasta bókmenntadeila aldarinnar. Hún er oft nefnd Brecht-Luckács deilan, en slíkt er á misskilningi byggt, því Brecht tók ekki þátt í henni. Hann skrifaði hins vegar í tilefni deilunnar greinar og ritgerðabrot sem birtust ekki fyrr en 1967, ellefu árum eftir dauða hans, og vöktu þá mikla athygli. Deilan í Das Wort snerist um bók- menntaviðhorf sósíalista, hlutverk raunsæis, nýsköpunarverk expressjón- ismans og um bókmenntahefðina, en í víðara skilningi um menningararf- leifð borgarastéttarinnar og afstöðu andborgaralegra afla til hennar. Há- 422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.