Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 16
Nína Björk Árnadóttir
fékk að vera
Ég get ekki með neinum rétti sagt annað en ég sé ánægð. Ég fékk þó
að vera. Og ég veit nákvæmlega hvert mitt hlutskipti er hér á bæ. Ég
fékk ab vera. Ég og barnið og svo fékk ég víst og auðvitað Fúsa,
svona í ofanálag. Já, svo barnið fengi föður, af því þetta er nú svona
með Sigurjón, þann höfðingja, liggur mér við að segja. Auðvitað vita
allir að Sigurjón á drenginn og ég verð nú að viðurkenna, að ég er
ekki nema stolt yfir því, þó það sé auðvitað synd að eiga barn með
giftum manni.
Matthildur hefur samt aldrei sagt við mig æðruorð, sú sómakona.
Hún er nú líka sæl með að vera gift slíkum höfðingja sem Sigurjón er.
Nei, ég get ekki sagt né heyrt né séð annað en ég sé ánægðari en
sumir hér á bæ. Ég veit, hvar ég stend og ég veit að minn maður
leggst bara með mér einni.
Það er auðvitað Fúsi. Og þó Fúsi sé kannski rola og sumir hér kalli
hann vondum nöfnum, þá er hann ekki eins og sú klúra skepna sem
Kjartan bróðir hans er. Búandi hér með þeim vesölu systrum Minnu
og Mundu — já, ég segi vesölu, því hvað eru þær annað að vita aldrei
hver nóttin er hvorrar, eða hvenær hann bara bregður sér á aðra bæi,
sá drjóli Kjartan. Og þó þær láti sem lífið brosi við þeim og líti mig
ætíð skökku auga, að ég nú ekki tali um, hvernig þeim ferst við hann
Fúsa, þá get ég nú ekki annað meint en að þeirra líf sé ein samhang-
andi ógæfa. Já. Munda hleypur upp á loft og spilar sorgarlög á
munnhörpu, hvert sinn sem Kjartan þeysir burt á þeim brúna. Þá er
Fúsi nógu góður til að sinna öllum búverkum hér. Og auðvitað erum
við Fúsi eins og hver önnur vinnudýr á þessum bæ. Ég veit það vel.
Minnu hef ég nú séð vatna músum oftar en einu sinni. Ég veit vel,
366