Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 46
Umberto Eco:
Steve Canyon
Ráðið í myndmál teiknimyndasögu
Nullus sermo in his potest certificare,
totum enim dependet ab experientia.
Roger Bacon, Opus Majus.
11. janúar 1947 birti Milton Caniff fyrsta hluta teiknimyndasögunnar um
Steve Canyon. Samkvæmt venju fær þetta ævintýri nafn af söguhetjunni, en
það eru einu upplýsingar sem lesendur fá fyrirfram um atburði og persónur.
Reyndar kann lesandinn að vita að Caniff hafði áður samið myndasöguna
„Terry og sjóræningjarnir“, en hér er greinilega brugðið upp myndum úr
heimi þar sem allt annað andrúmsloft ríkir. Höfundur veit að í þessum
fyrsta kafla verður hann að vekja áhuga (ef ekki áfergju) hjá lesendum, sem
eru hver öðrum afskaplega ólíkir, því að Terry og sjóræningjarnir munu
hafa átt sér 30.000 lesendur. Til þess arna ræður höfundur yfir ákveðnum
tjáningartækjum. Hann veit — þó það kunni að vera okkur hulið — að hann
hefur afar skýrt og nákvæmt mál til afnota. Þess vegna skulum við fylgjast
með þaulskipulögðum vinnubrögðum hans og lesa dulin boð sem frásögnin
ber okkur. Við reynum að varpa ljósi á formgerð boðanna sjálfra og
athugum síðan táknin og vensl þeirra miðað við ákveðinn (dulmáls)lykil eða
stafróf sem höfundur beitir og gerir ráð fyrir að lesendur skilji.
Blaðsíðan skiptist í fjóra renninga og í hverjum þeirra eru þrír mynd-
rammar; í fyrsta renningi eru þó aðeins tveir, af því að annar þeirra teygir
sig yfir titilinn.
Fyrsti myndrammi. I kvikmyndafræði væri þessi rammi kallaður „sefjandi“,
því það lítur út eins og myndavél sé komið fyrir aftan við herðar söguhetj-
unnar. Það er engu líkara en það sem ber fyrir á myndinni sé séð af einni
persónu og komi á móti áhorfandanum, af því að sá sem sér er á hreyfingu
áfram. Af Steve Canyon sést bara frakkinn sem slútir út af breiðum herðum,
„raglan“frakki. Við áttum okkur á að þetta er Steve sjálfur vegna þess
hvernig lögregluþjónninn bregst við. Hann er írskur eftir málfari að dæma
(„me sister“, ,,ye“) og heilsar hjartanlega með upplyftri hendi og breiðu
brosi. Þannig vildum við alltaf hafa lögregluþjóna og þannig líta þeir út í
396