Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 87
Baráttan um raunsaið áratugina hafa fræðimenn annað slagið haldið því fram að nú væri að eiga sér stað samruni módernisma og hefðbundnari skáldskapar. Þó svo ég hafi ekki trú á neinum einföldum sambreyskingi í þessum efnum, tel ég að þetta eigi við nokkur rök að styðjast. Islensk ljóðagerð er gott dæmi; um og eftir orrahríðina kringum atómskáldin taka sum fremstu ljóðskáld okkar að stunda formlega málamiðlun hefðar og nýjunga.30 En allar slíkar „mæling- ar“ eru mjög afstæðar. í skáldsögum Guðbergs Bergssonar má iðulega finna mergjað sambýli módernisma og realisma, en samt hika fáir við að kalla hann forgöngumann í módernisma, einkum vegna þeirrar andstæðu sem verk hans mynda við hefðbundinn prósa. A allra síðustu árum hafa verið skemmtilegar hræringar í íslenskri skáld- sagnagerð og hefur verið stungið upp á að nú eigi sér stað í henni fyrrnefnd- ur samruni módernisma og realisma. Engu vil ég um það spá að sinni, en mig grunar að hefðbundið prósaraunsæi verði lífseigara en ýmsar eldri skáldskaparhefðir, einkum vegna þess hvað skáldsagan er rækilega tengd við félagslega umræðu og sköpun samfélagsmyndar. Ennfremur er oft bent á að í fólki búi „epísk þörf“, e. k. innbyggð löngun til að lesa ótruflaðan veruleika í „réttu“ orsakasamhengi. Raunar hefur komið í ljós að þegar epíkin fer halloka á klassísku yfirráðasvæði sínu, þá leitar hún gjarnan fram annars staðar og ruglar „kerfinu" fyrir þeim sem eru að flokka bókmenntir. Bandarískir gagnrýnendur hafa t. d. smám saman verið að átta sig á því að sumir athyglisverðustu höfundar þar í landi eru að skrifa vísindaskáldsögur eða annars konar fantasíur. Ritháttur þeirra er oft með hefðbundnu móti, þótt sögusviðið virðist allt annað en raunsæ mynd af samfélagi okkar tíma, en það getur þó, ef betur er að gáð, verið „framandgert“ afbrigði af henni. — Nú undanfarna áratugi hefur íslenska epíkin líklega hvergi leitað fram á eins áberandi hátt og í ævisögum, og þar hafa komið fram nokkur athyglisverð verk. Hvað sem öllu þessu líður, þá held ég að á meðan epíkin er sterk í huga okkar muni flest formgerðarnýbrigði í prósa gegna módernísku hlutverki, framandgera heim verksins, grafa undan sakleysi verksins og heimsins. Vibtökur og merking En einskorðast slíkt hlutverk við skáldverkið sjálft? Er það ekki einmitt hlut- skipti viðtakandans að svipta verkið sakleysinu? Hér að framan hef ég leitast við að fjalla um togstreitu módernisma og hefðbundins skáldskapar í bókmenntafræðilegu og sögulegu samhengi, og þá fremur kosið að láta þessa tvíhyggju stundum birtast í ýktri mynd en að leysa hana upp í einhvern gullin meðalveg. En nú í lokin langar mig þó á 437
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.