Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar
mann í þriðjupersónu-sögum. Skemmti-
legust úttekt á honum á íslensku var
grein Halldórs Laxness um „plús X“, en
hér er ekki alveg úr vegi að minna á orð
Einars Kárasonar í fyrirlestrinum
„Gamlar nýstefnur og fleira gott“ (sjá
TMM, 45. árg., 2. hefti bls. 129—133).
Þar var m.a. komist svo að orði:
. . . Og það má kannski bæta því við
með nokkrum rétti, „vegna fjölda
tilmæla", að íslenska nútímaskáld-
sagan hafi helsti lítinn lærdóm dregið
af árangri módernistanna svoköll-
uðu, nema helst í keppni um að dul-
búa sögumann þriðjupersónu-
sagna; . . . (Bls. 132).
Lesanda „Djöflaeyjunnar“ verður fljótt
ljóst að þar er ekki verið að taka þátt í
þessum dulbúningaleik. Sögumaðurinn
er alvitur, getur séð í hug þeirra persóna
sem honum sýnist, lýst þeim hvort hann
vill í mikilli nánd eða stórum fjarska. Og
hann er ágengur þegar honum sýnist og
mjög meðvitaður um hlutverk sitt:
Kannski koma Sæunn kattakelling
og Barði Högnason málinu ekkert
við, ef það er hægt að tala um eitt-
hvað mál í sögu fjölskyldunnar í
Gamla húsinu. (Bls. 102).
Notkun þessa sögumanns er vitanlega
ekki frumleg í eðli sínu, en sakir þeirrar
þróunar sem hér hefur verið að und-
anförnu er býsna hressandi að fá aftur
þann ágæta söguþul sem manni þótti
sjálfsögðust persóna í öllum sögum
æskuáranna.
En sögumaður Einars Kárasonar er
ekki aðeins alvitur. Hann tekur á vissan
hátt þátt í sögunni og má merkja það
m.a. af því að orðfæri hans breytist þeg-
ar á líður. Fyrri hluti „Djöflaeyjunnar“
er skrifaður á „hreinni“ íslensku mestan-
part. Slangri og slettum bregður að vísu
fyrir, bæði í máli sögupersóna og sögu-
manns, en þó eru fátíð dæmi eins og
þetta:
Tommabúð! Hvað fleira? Gamli
kappinn bara að verða boss yfir eigin
búð. Bæbæ hestvagn. (Bls. 30).
Hér talar sögumaður en er þó að endur-
spegla hugsanir Tomma sjálfs.
Þegar erlend áhrif á sögupersónurnar
vaxa breytist málfar þeirra mjög. Eink-
um eru það náttúrlega unglingarnir sem
þá fara að tala einhverskonar „Semi-
Icelandic“ — „ísl-ensku“ sem svo hefur
verið kölluð. En sögumaður verður líka
fyrir áhrifum: „Svo sneri hann sér við á
leiðinni út, sendi pæjunum lúkk . . .“
(bls. 153); „Þeir keyrðu um tánið.“ (bls.
181). Þessu stílbragði virðist vera beitt
mjög vitandi vits, það gerir einkum vart
við sig þegar um er að ræða dulbúnar
hugsanir þeirra sem mest sletta og fer
næsta vel í samhenginu.
Persónur og persónusköpun
Persónur í bókinni eru ótalmargar. Get-
ur jafnvel vafist fyrir lesanda að benda á
eiginlegar „aðalpersónur" eða söguhetj-
ur í því mannhafi sem þarna bregður
fyrir. Fjórar greina sig þó nokkuð frá.
Hjónin Lína (Karolína) og Tommi
(Tómas) eru einskonar burðarás sögunn-
ar. Börn eiga þau engin saman og raunar
á Lína aðeins eina dóttur en hins vegar
taka þau að sér uppölslu skyldra og
óskyldra. I þeim skilningi verður Karo-
lína ættmóðirin, Tómas verndarinn og
„skaffarinn" — að vísu stundum gegn
458