Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar alism“)“, er þá ekki lýsi afstöðu margra eða jafnvel flestra manna, að því leyti sem þcir gera sér grein fyrir henni? Undir millifyrirsögninni „Laxness ut- veckling“ (70—80) eru í sama kafla endursagðar „þær af greinum Laxness frá þriðja og fjórða áratugnum sem fjalla um fagurfræði, hugmyndafræði og Sjálfstœtt fólk“ — flest gamalkunnugt frá eldri rannsóknum. Þegar AS hefur sagt nokkuð ýtarlega frá því sem skrifað var á íslensku um fagur- fræðileg efni, verður manni hugsað til alþjóðlegra áhrifa á hugmyndafræði og skáldskap Laxness. En árin 1919 — 1929 dvaldi hann langmestan tímann erlendis, í Evrópu og í Vesturheimi. í samanburði við þau áhrif sem hann varð fyrir frá útlendri menningu höfðu innlend rit um skáldskap og fagurfræði mjög takmark- aða þýðingu. Enda var Laxness á þess- um árum lengi fastákveðinn að verða nútímamaður á alþjóðlegan mælikvarða. En um þessa mikilvægu reynslu hans fáum við svo að segja ekkert að vita í þessari bók, sem hefur þó þann tilgang að gera grein fyrir hinum hugmyndalega og fagurfræðilega bakgrunni Sölku Völku og Sjálfstæós fólks. Það er þannig furðulegt að August Strindberg skuli ekki einu sinni vera nefndur í ritgerð AS. Þó gleypti Halldór sem unglingur Strindberg í sig með húð og hári á bókasafni í Helsingjaborg. Og þess sér sannarlega merki í sumum text- um hans. Enda hefur hann seinna full- yrt, að ekki aðeins Vefarinn mikli held- ur einnig Alþýdubókin (sem er þýðingar- mikil heimild hjá ÁS) sé „en ren strind- bergiade“ (Reisubókarkorn, 1950, 320: „En personlig bekendelse til Strind- berg“). Laxness las ákaft á þessum árum: 450 Hamsun, Tolstoj, Gorkij og franska skáldsagnahöfunda einsog Bourget, að ógleymdum súrrealistunum. O.s.frv. Allt hefur þetta haft misjafnlega sterk og greinileg áhrif á skrif hans og stíl, á „fagurfræði“ ekki síður en á hugmynda- heim hans allan. Um allan þennan lestur hefur hann margt að segja í samtíma- bréfum, dagbókum og greinum. Chaplin er heldur ekki nefndur hjá ÁS, þó að kvikmyndir hans hafi sett aug- ljós mörk á skáldskap Laxness, t.d. á smásöguna „Og lótusblómið ang- ar . . .“, dagsetta í San Francisco í mars 1928. Meðan hann var að vinna að Sölku Völku í apríl 1931 segist hann, í bréfi frá Leipzig, hafa séð „City Lights“ þrisvar: „Eg held það sé eitthvert sólídasta lista- verk, sem ég hef nokkurntíma séð. Það er afskaplega sterkt bygt og útfærslan blátt áfram guðdómleg.” Ætli þetta séu ekki athyglisverð ummæli einmitt í sam- bandi við fagurfræðilegan bakgrunn Sölku Völku? Hér er ekki um að ræða smáatriði hér og hvar í textum Laxness, dreifðar leifar eftir lestur hans, heldur um grundvallar- áhrif á hugmyndaheim hans allan. En um þessi erlendu áhrif, sem ráða þó úrslitum í sköpun skáldsins á þessum árum, er sem sagt hverfandi lítið að finna hjá ÁS. Hann getur ekki afsakað sig með því að þessum efnum hafi þegar verið gerð nokkuð rækileg skil í eldri rannsóknum. Ef maður ætlar sér að semja doktorsritgerð um „Den ideolog- iska och estetiska bakgrunden till Salka Valka och Fria mán“, þá má ekki ganga þegjandi fram hjá mikilvægustu áhrifun- um á þessi skáldverk. Þá fær rannsóknin feikilega slagsíðu. Höf. hefði að minnsta kosti átt að taka nokkra afstöðu til fyrri rannsókna og reyna að meta þýðingu þeirra í heildarmyndinni. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.