Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 109
betri samvisku. Ólík eru þau, Tómas hallur undir borgaralegar dyggðir ýmsar en Lína í raun hafin yfir allt siðgæði, borgaralegt sem annað. Hún lætur stjórnast af hvötum sínum — og þá eink- um þeirri sem skipar henni að halda hlífiskildi yfir þeim sem á náðir hennar leita eða rekur á fjörur hennar — og birtist m.a. í skotheldum afsökunum hennar og afbötunum þegar einhver skjólstæðinganna hefur brotið gegn reglu „stórheimsins". Eru að því er virð- ist saman komnar í persónu Línu flestar þær kvengerðir sem við eigum að venjast á bókum, móðirin, nornin, skækjan og eiginkonan — og ekki sýnt annað en fari vel á með þeim. I þessu ljósi verður Lína raunar svolítið skrumskæld útgáfa af „kvenmynd eilífðarinnar". Eiginlegri „söguhetjur" eru þeir félag- arnir Baddi og Grjóni. Þeim fylgjum við frá bernsku þeirra í Thulekampi og ná- grenni til þess þeir eru rótlausir og skemmtanafíknir ungir menn á sjötta áratugnum. Mörg ár í þroska þeirra falla að vísu út — þau ár þegar Baddi dvelst hjá móður sinni í Ameríku og Grjóni er í ýmislegri vinnu úti á landi. En lesandi fær að sjá afleiðingar þessara ára. Þótt þessar fjórar persónur séu fyrir- ferðarmestar í „Djöflaeyjunni“ koma aðrar mjög við sögu, fá dramatíska vídd og taka margvíslegri þróun. Er sagan að því leyti frábrugðin hinum raunsæilegu einstaklings- eða einstaklingasögum og meira í átt við táknræna sögu þjóðar eða borgar, svo sem síðar verður að vikið. I allri persónusköpun „Djöflaeyjunn- ar“ skiptir sjónarhorn eða notkun sögu- mannsins miklu. Hvergi er lesanda hleypt í mjög mikla nánd við einstakar persónur. Hann þykist að vísu kynnast ýmsum allvel — og þá hugsanlega Tomma best — en viðhorf sögumanns til Umsagnir um bakur einstaklinganna er of írónískt til þess að nokkurn tíma verði úr alltyfirskyggjandi einbeiting að nokkurri einstakri pers- ónu, þó svo samúðin sé tryggð. Tákn og túlkun Það frjálsræði sem Einar Kárason býr sögumanni sínum fellur eins og áður sagði vel að anda og efni sögunnar og raunar verður það eitt með öðru til þess að lesanda er nokkuð sama þótt alls ekki sé ljóst hvenar sagan er sögð. Sumpart er sögumaðurinn greinilega staddur í nútíð okkar: braggahverfið hefur verið jafnað við jörðu, sögupersónur sem eru á lífi þegar eiginlegri sögu lýkur eru látnar núna, o.s.frv. Stundum er sagt frá í eiginlegri þátíð og upprifjunarstíl: Var þetta kannski daginn sem Hregg- viður reyndi að setja heimsmet í kúluvarpi? Sama daginn og sendi- nefndin kom úr Listamannablokk- inni? Þá voru Baddi og Grjóni báðir að verða þrettán ára . . . (Bls. 68). En í öðru orði kveður allt við í nútíð: Fundur í Gamla húsinu og helstu kallar braggahverfisins ásamt Tóta frænda gleyma sér í gömlu tímunum; þeir eru að tala um hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir nútíma- unglingana en fortíðin leitar á þá. (Bls. 45). Þetta tímaleysi frásagnarinnar er ekki úr vegi að skoða í tengslum við spurningu sem hlýtur að vakna í huga athuguls lesanda: Að hversu miklu leyti er þetta hversdagsfrásögn af persónum og at- burðum, að hversu miklu leyti táknræn saga og fjallar þannig um „eitthvað annað“? 459
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.