Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 77
Baráttan um raunsaið Hefð Deilan um expressjónismann vekur margar spurningar um eðli nútímabók- mennta. Skal fyrst vikið að umræðunni um hefðina, en henni svipar um margt til íslensku atómskáldadeilunnar.13 I bæði skiptin geysast fram sjálf- kjörnir forsvarsmenn hefðar — í öðru tilfellinu telst hefðin „það besta“ úr borgaralegri Evrópumenningu, en í hinu rótgróin og þjóðleg menning Islendinga. Ráðist er af offorsi á nýsköpun í bókmenntum, hún ásökuð um formdýrkun, inntaksleysi, menningarspillingu og stórvarasama hugmynda- fræði. En framverðir hefðarinnar velta í raun ósköp lítið fyrir sér hvert eðli hefðarinnar sé; af þeim stendur fyrst og fremst strangur og vandlætingar- samur siðferðisgustur, og „hefð“ virðist verða samheiti fyrir tiltekin menn- ingarverðmæti (oft einstök verk eða höfunda) sem byltingarseggirnir séu að láta fyrir róða. Þó að þeir síðarnefndu séu jafnframt ásakaðir um torræðni, snýst umræðan að mjög litlu leyti um eðli og stöðu boðskipta, tjáningar og túlkunar, en þetta ættu að vera meginþættir í allri umræðu um hefð í skáldskap. Sömu sögu er að segja um forsvarsmenn margra þeirra framúrstefnuhópa sem blómstruðu á fyrstu tugum aldarinnar og voru þá í fararbroddi módern- isma. Þeir töldu list sína rísa úr nútíð og vísa til framtíðar, en afneituðu hefðinni, oft með krassandi orðalagi. Sumir þeirra töldu og að skáldsagan væri úrelt form. í skáldsagnagerð átti sér samt stað mikil nýsköpun og fram koma höfundar eins og Proust, Joyce, Kafka og Musil. Nýsköpunarhöf- undar í skáldsagnagerð voru oftast öllu hæglátari í uppgjöri sínu við hefðina en aðrir framúrstefnuhöfundar, en ég tel þó að afstaða Virginiu Woolf geti talist dæmigerð fyrir þá og kannski fyrir módernismann í heild. Woolf skrifaði þekktustu skáldsögur sínar á þriðja áratugnum og þá skrifaði hún einnig kunna ritgerð þar sem hún ræðst harkalega á Arnold Bennett, H.G. Wells og John Galsworthy (einkum hinn fyrstnefnda), en þessir höfundar voru helstu erfingjar hinnar realísku ensku skáldsögu frá öldinni sem leið. Gegn þeim teflir hún yngri höfundum eins og Joyce og D.H. Lawrence (og óbeint sjálfri sér). Hún tekur fyrir þá staðhæfingu Bennetts að fyrsta skylda höfundar sé að skapa sannfærandi persónur, þær verði að vera raunveru- legar. „En ég spyr sjálfa mig,“ segir Woolf, „hvað er raunveruleikinn? Og hverjir eru dómarar raunveruleikans?“14 Hún telur að veruleiki sá sem þessir realísku höfundar skapi í persónum sínum liggi fyrst og fremst í lýsingum á þeim og umhverfi þeirra, en hins vegar þurfi höfundar nú, fremur en nokkru sinni fyrr, að kafa dýpra í persónur sínar því maðurinn sé að lifa nýja tíma, eða eins og hún segir í frægri setningu, „in or about December, 1910, human character changed." (320)15 Til að fást við hina 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.