Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 59
Sögukennsluskammdegid grein Guðmundar Magnússonar um umritun Islandssögunnar og hugsað: „Ja, undarlegt er þetta fólk, sem öllu vill breyta og brjóta niður gamlar hefðir, hvað skyldi það nú taka sér fyrir hendur næst? — Jú, er lokið hefur verið við að umrita íslandssöguna, liggur þá ekki beinast við að hefjast handa við að umrita íslendingasögurnar?“ Síðan tekur Hildur dæmi um nokkrar setningar í Gísla sögu Súrssonar sem ætla megi að þetta breyt- ingagjarna fólk vildi umrita: „Oft hlýst illt af hjali kvenna . . .“, „eru oft köld kvenna ráð“ og fleiri slíkar. Hildur segir að það hafi farið hrollur um sig við tilhugsunina, og lái ég henni það ekki. Misskilningur Hildar er fróðlegur. í hennar augum er íslandssaga ekki fræði- eða kennslugrein heldur tiltekin bók, væntanlega sú bók sem hún hefur lært með þessum titli. Að breyta henni er eins og að breyta sígildu bókmenntaverki. En í raun og veru eru sjónarmið þeirra sem mega ekki hugsa til þess að missa gömlu karlana og gömlu kennsluaðferðirnar og gömlu staðreyndirnar í grundvallaratriðum hin sömu. Órökstudd skoðun þarf ekki að vera órökstyðjanleg, og tilfinningarök hafa vissulega sinn rétt í þessu máli. Söguþekking er hluti af þjóðmenningu okkar, og þjóðmenning verður að vera að verulegu leyti sameign þjóðarinn- ar. Þörfin á því birtist á margan hátt; einfaldast er kannski að benda á að þekkt nöfn íslandssögunnar eru partur af orðaforða tungumálsins og hafa flókna merkingu sem aðeins skilst ef sagan er þekkt. Ef við þekktum ekki sögu Ingólfs Arnarsonar væru jafnóskiljanleg Minni Ingólfs eftir séra Matthías, Reykjavíkurkvæði Einars Benediktssonar og kvæði Megasar um óþarfa fundvísi Ingólfs. Ef Arni Oddsson gleymdist tapaðist okkur til dæmis frábært kvæði eftir Snorra Hjartarson, líka vísun í svolítið skothent- um brag eftir Kjartan Ragnarsson: „Við Kópavogssamninginn/komst við einn gamlinginn,/karl felldi nokkur tár.“ En auðvitað losar þessi staðreynd okkur ekki við að hugsa og endurmeta þann þekkingarforða í sögu sem við bjóðum börnum okkar. Þau efnisatriði sem fastheldnu fólki þykja nú hin eina rétta íslandssaga munu hafa verið valin á fyrstu áratugum alþýðuskóla á íslandi, á síðasta fjórðungi 19. aldar og fyrsta fjórðungi hinnar 20. Síðan Islandssaga Jónasar Jónssonar kom fyrst út, 1915 — 16, hefur úrskurður hans staðið um það tímabil sem hann skrifaði um, frá landnámi til 1874, og kannski hefur hann fylgt fordæmi eldri kennslubóka að verulegu leyti. Það væri algert undur ef efnisval þessara aldamótamanna ætti við á íslandi nú eftir allt sem hér hefur gerst og breyst síðan það var gert. Ekki þarf heldur lengi að leita til að komast að því að þessi sögukennsluhefð er komin í algerar ógöngur. Um það eru barna- kennarar og skólabörn venjulega á einu máli ef spurt er. Nýjasti vitnisburð- urinn er ef til vill sá að enginn einasti starfandi grunnskólakennari, að 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.