Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 39
Arásin í neðanjarðarlestinni Bob las allt bréfið yfir aftur. Hægri höndin kipptist ósjálfrátt upp að hálsinum. Svo reis hann snöggt á fætur, vöðlaði saman bréfinu og henti því í gólfið. Reyndi að skella glerhurðinni á eftir sér. Robert Moran labbaði hratt á móti vindinum, rigningin lamdi andlit hans og rann saman við sölt tárin. IV Michel stóð grafkyrr og horfði ýmist á götuna eða búðargluggann. Eigandinn reyndi að sýnast rólegur, en beið eftir einhverjum viðbrögðum. Hann hafði brugðið annarri löppinni bak við dyrnar og leit öðru hverju á símann. En Michel stóð grafkyrr. Hann hafði ekki verið nema nokkur andartök inni í bókabúðinni þegar eigandinn birtist sveittur og hás. Hann glápti fyrst á Michel eins og venjulega en í þetta skipti hætti eigandinn sér lengra en áður. — Þú mátt ekki vera hérna. Þú mátt ekki vera hérna inni. Þú ert blautur, þú ættir að þvo þér. Þessu romsaði hann út úr sér með skjálfandi röddu og færði sig nær Michel. Hann ýtti klaufalega í bakið á honum. — Þú mátt ekki vera hérna. Michel þagði og labbaði í átt að dyrunum. Eigandinn fylgdi á eftir. — Komdu ekki aftur, sagði hann og opnaði þær. Michel smeygði sér framhjá honum. Eigandinn lokaði hurðinni og brá löppinni bak við hana, líkt og hann væri hræddur um að Michel ryddist inn aftur. Og nú stóð hann úti á götu og sneri bakinu í vindinn. Michel var bara 16 ára gamall, klæddur í ljósbrúnan jakka af bróður sínum. Um hálsinn hafði hann vínrauðan trefil. Hann var í svörtum bol með brunagötum og þröngum gallabuxum sem höfðu rifnað á hnjánum. Það af hárinu sem ekki hafði verið klippt burt stóð stíft út í loftið. Það var aðallega útlitið sem fór í taugarnar á fólki. Það elsta lét sér nægja að snúa sér við og horfa. Snyrtilegu jafnaldrarnir voru verstir. Þeir voru yfirleitt þrír til fjórir saman og héldu til við Charonne- búlvarð. — Þú ert óóógeðslegur, öskruðu þeir og hættu ekki fyrr en hann lá meðvitundarlaus eða einhver stelpa aumkvaðist yfir hann og sagði: — Þetta er aumingi. 389
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.