Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar sprottin væru úr nútímanum og tækist að túlka hann. Natúralisminn, sem vaxinn var úr realismanum, þótti módern, en það þóttu einnig ýmis önnur verk sem virtust í andstöðu jafnt við realisma og natúralisma.2 Þegar kemur fram yfir aldamót taka menn að sjá skýrari línur í þróuninni og ljósari merki andstæðra skáldskaparhneigða. Eitt þeirra verka sem urðu til að skerpa andstæðurnar var raunar bók um myndlist, Abstraktion ttnd Einfiihlung eftir Wilhelm Worringer, sem kom fyrst út 1908. Hún fjallar um andstæð tímabil natúralískra og óhlutbundnari forma í útmálun veruleikans sem finna má í sögu myndlistar. Þau fyrri hvetja til innlifunar áhorfandans, en hin síðari firra sig slíkri listnautn og leggja um leið áherslu á sjálfa miðlunina með afstrakt formum sínum. Löngu seinna styðst Joseph Frank við kenn- ingar Worringers í merkilegri ritgerð, „Spatial Form in Modern Literat- ure“,3 þar sem hann reynir að sýna fram á hvernig ýmir nútímahöfundar þvingi upp á tungumálið rúmlægum eiginleikum myndlistar, sem brjóti gegn eðlislægri framvindu þess í tíma. Lesandi fær ekki að ferðast óáreittur sína vanabundnu leið frá upphafi skáldverks til enda, heldur verður hann að skoða það sem heildstæðan vef ef hann ætlar að fá botn í það. Einstakir hlutar verka vísa þá ekki umsvifalaust til ytri veruleika sem þeir eiga sameiginlega með lesanda, heldur fyrst til annarra hluta sama verks og þar með aftur til sjálfra sín. Þetta leiðir að sjálfsögðu til stóraukinnar meðvit- undar verksins og máleiginda þess. Lesandi fær því ekki að stökkva svo auðveldlega úr skáldverkinu og út í heiminn, þ. e. þann veruleika sem verkið skírskotar til, heldur verður hann að íhuga sjálfa skírskotunina, miðlun veruleikans. Fyrstir til að setja fram fræðilegar kenningar um slíka möguleika tungumálsins voru rússnesku formalistarnir, Shklovsky, Eichenbaum, Tynjanov, Jakobson og fleiri, sem starfræktu tvo fræðihópa í Rússlandi á öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Þeir settu fram kenningar um málbeitingu bókmennta sem hafa haft gagnger áhrif á nútímaaðferðir í bókmenntafræði. Eitt grundvallaratriðið í kenning- um þeirra var hugmyndin um framandgervinguf hlutverk málsins í bók- menntum væri að birta í nýju ljósi, framandgera veruleikann sem við værum sífellt að binda á klafa vana og sjálfvirkni. Hugmyndin um að bókmenntir eigi að veita okkur nýja, „hreinsaða" sýn á veruleikann var ekki ný af nálinni, en hér tengist hún kerfisbundnum hugmyndum um uppreisn bókmennta gegn hefðbundinni málnotkun. Af sjálfu leiðir þá að formalist- arnir voru hallir undir róttæka nýsköpun í bókmenntum, enda áttu þeir mikið saman að sælda við fútúristana, sem höfnuðu bókmenntahefðinni af miklu kappi. Og stundum virðast kenningar formalismans eins og sérsmíðaðar til að lýsa módernismanum og atferli hans. Kenningar formalistanna leiddu þá út í nokkrar ógöngur. Það sem þeir 420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.