Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 105
höfundarins-sögumannsins sjálfs. Það nægir að minna á lýsinguna á Astu Sól- lilju í Jónsmessunóttinni eða Nonna litla bróður hennar með móður sinni og kúnni Búkollu á vordögunum, þegar móarnir eru „vaxnir við himininn", og drengurinn lifir „helgi upplitningarinnar eins og hin bláu fjöll“ (I, 308). Eru slíkar náttúrulýsingar, innilegar og háfleygar, líka „vörn fyrir auðvaldskerfið“, tilraun- ir skáldsins til að sætta þetta fátæka sveitafólk við daglegt líf þess? Þegar höf. er í 4. og 5. atriði að særa fram „pósitívisma" og seinni tíma auð- valdskerfi („senkapitalism"), ásamt mönnum einsog Auguste Comte, Leo Löwenthal og Herbert Marcuse, skil ég ekki hvað hann er að fara — enda reynir hann alls ekki að setja þessi fræðiorð og þessa spekinga í samband við náttúru- skoðun eða náttúrudýrkun í Sjálfstœðu fólki. Um heildarsýn Laxness á þjóðfé- lagsmálum segir AS að lokum: „A sósí- alísku tímabili sínu hneigðist Laxness frekar til að krefjast öflugs þjóðfélags en góðs lífs“ (125). Sú staðhæfing er fjarri sanni, en sem betur fer virðist hún vera rækilega tekin aftur þegar í sömu máls- grein, fáeinum línum neðar: „I sam- bandi við Sjálfstœtt fólk á að leggja áherslu á að efnahagslegar umbætur fullnægja ekki pólitískum kröfum bók- arinnar; mannleg hlýja, kærleiki, vor- kunnsemi og samábyrgð eru meðal hug- sjóna hennar." Sannleikurinn er sá að Laxness hefur aldrei haft neinn áhuga á öflugu þjóðfélagi nema sem taki til að veita mönnum gott líf, líkamlega og and- lega. Það er þessvegna sem hann snerist af dæmalausri beiskju gegn sósíalisman- um, þegar hann þóttist hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum með framkvæmd Umsagnir um bœkur hans í einræðisríkjunum. Þar voru mið- aldirnar komnar aftur „með páfa sína, málbann, ritbann, listbann, stjórn- málabann, rannsóknarrétt og trúvillinga- brennur", og þar „í för sá kapítalismi, ríkiskapítalisminn, sem býður heim ein- ræði og ógnræði og einn er miskunnar- lausari en hið marghöfðaða auðkerfi borgarastéttarinnar" (Upphaf mannúð- arstefnu, 1965, 26). Laxness kann að virðast vera kominn æði langt frá hinum sósíalíska boðskap Alþýðubókarinnar. En ekki verður ann- að séð en að innsti kjarni þessa boð- skapar hafi alltaf síðan verið hugsjón skáldsins, og er enn, þó að ytri aðstæður hafi gerbreyst á hálfri öld: „MAÐ- URINN er fagnaðarboðskapur hinnar nýju menningar, maðurinn sem hin fullkomnasta líffræðileg tegund, mað- urinn sem félagsleg eining, maðurinn sem lífstákn og hugsjón, — hinn eini sanni maður, — ÞU.“ (368) Árni Sigurjónsson er vellesinn og hug- myndaríkur fræðimaður. En ég get ekki neitað því, að doktorsritgerð hans hafi valdið mér nokkrum vonbrigðum. Hann talar í inngangi sínum um að vís- indalegar aðferðir hafi breyst á seinni árum og vekur þar með eftirvæntingu lesandans um ný sjónarhorn og vinnu- brögð í bókinni. En þess sér lítt merki. Þegar þar er minnst á nýjar kenningar og aðferðir, verða þær oftast fróðleiks- molar á yfirborðinu. Mig grunar að Arna hafi skort tíma, og kannski þolin- mæði, til að notfæra sér þær til hlítar og kanna möguleika þeirra til að varpa nýju ljósi á texta. En slík tilraun tekst ekki alltaf í fyrstu atrennu. Við eigum von- andi eftir að heyra meira frá honum í þessum efnum. Peter Hallberg 455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.