Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 10
Ádrepur Vésteinn Ólason Hvað er að gerast hjá Máli og menningu? Það eru erfiðir tímar í bókaútgáfu. Erfiðleikarnir stafa vitaskuld einkum af því að kaupmáttur alls þorra fólks á landinu hefur dregist stórlega saman. Eins og allir vita tók verðlag enn eitt stökk upp á við eftir að launahækkanir höfðu verið stöðvaðar í fyrra. A síðara helmingi ársins stóð fjöldi heimila frammi fyrir því að óhjákvæmileg útgjöld vegna húsnæðis, fæðis og klæða gleypti allt sem inn kom og stundum ríflega það. Sá afgangur sem þetta fólk hafði haft til að veita sér jafnsjálfsagðan „munað“ og að kaupa eina og eina bók handa sjálfu sér eða vinum og vandamönnum, var ekki lengur til. Ekki þarf að orðlengja um þá þróun sem orðið hefur á þessu ári. Kaupmætti hefur enn hrakað. Við þessar aðstæður harðnar auðvitað enn samkeppni bókarinnar við annars konar söluvöru á menningarmarkaði. Þar hefur fjölbreytnin aukist og er það í sjálfu sér ágætt ef þeir kostir sem völ er á færa mönnum ekki andlega fátækt heldur andlegan auð. En hvað sem líður nýjum menningarrásum, svo sem hljómflutningstækjum, myndböndum o.fl., er bóklestur enn tómstundaiðja margra Islendinga og þarf naumast að óttast verulega um stöðu hans ef á boðstólum er nóg úrval góðra bóka á hóflegu verði. Það er ekki á færi bókmenntafélags að ráða fram úr vanda þjóðarinnar í efnahagsmálum (virðist reyndar standa þversum í þeim sem hafa tekið starfið að sér). Stjórnvöld gætu á hinn bóginn ef þeim sýndist svo, styrkt bókmenningu í landinu með því að fella niður söluskatt á bókum og viðurkenna þær þannig sem lífsnauðsynjar ásamt soðningu og landbúnaðarvörum. En á þessu sviði þýðir ekki að treysta á neinar stjórnvaldsaðgerðir. Við ríkjandi aðstæður er bókmenntafélagi eins og Máli og menningu skylt að reyna allar leiðir til að gefa út sem ódýrastar bækur, svo að það verði helst engum manni ofraun að eignast nokkrar bækur á ári. Það hefur frá upphafi verið markmið Máls og menningar að framleiða ódýrar og vandaðar bækur handa íslenskum almenningi. A undan- förnum árum hefur efni bóka og útlit skipt miklu meira máli en verð í keppninni um hylli lesenda og hin gamla hugsjón um ódýrar bækur, sem vitaskuld var sprottin upp úr jarðvegi kreppuáranna þegar Mál og menning var að verða til, hefur virst skipta minna máli. Nú hyggst félagið bregðast við fjárhagskreppu með því að leggja meiri áherslu á lágt verð en gert hefur verið um hríð. Hvaða hugsjónir sem menn kunna að hafa um framtíðarskipan mannfélagsins 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.