Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
sjónarmið. En slíkt nær auðvitað ekki
nokkurri átt. Ætli „trúin á óskiljanleika
veruleikans í grundvallaratriðum“ og að-
dáun á náttúrunni séu ekki eðlileg
mannleg fyrirbrigði og vel þekkt bæði
fyrr og nú, án þess að þurfa að hafa
nokkurt samband við fasisma eða
nasisma?
Eg þekki varla heitari ást á fósturjörð-
inni og á íslenskri náttúru en þá sem
birtist í Alþýdubókinni (1929) — en sú
bók er játningarrit Laxness sem sósíal-
ista. I sambandi við nasisma er einnig
minnst á Atómstöðina (1948), þó að sú
skáldsaga hafi verið gefin út mörgum
árum eftir tímamörk þau sem AS hefur
sett ritgerð sinni. En á einum stað farast
honum svo orð: „Vegsömun sveitalífs-
ins /... / í Atómstöðinni minnir
reyndar á hugmyndafræði nasismans."
(80) Einna skýrast kemur sú aðdáun í
ljós í eftirfarandi orðum organistans, en
hann er þar að gera sér í hugarlund
tímann eftir að hið algera stríð hefur
afmáð siðmenningu borganna:
Fegurstur garða er þó sveitin, hún er
garður garða. Þegar kjarnorku-
spreingjan hefur jafnað borgirnar við
jörðu í þessari heimsbyltíngu sem nú
stendur, af því þær eru orðnar á eftir
þróuninni, þá hefst menníng sveit-
anna, jörðin verður sá garður sem
hún aldrei var fyr nema í draumum
og ljóðum — (264).
Organistinn, sem hlýtur að vera hér-
umbil eins langt frá nasisma og hægt er
að komast, talar hér nánast í anda taó-
ismans. En Bókin um Veginn er að áliti
Laxness í frumeðli sínu „framar öllu
draumur sveitasælunnar“ (Sjálfsagðir
hlutir, 1946, 143). ÁS er að því er ég best
veit fyrstur manna til að bendla Atóm-
stóðina og organistann við „hugmynda-
fræði nasismans". Vonandi verður hann
einnig sá síðasti.
Um Sigurð Nordal (og Kristján Al-
bertsson) kemst ÁS þannig að orði, að
um tíma fyrir 1930 hefðu þeir barist
fyrir „íhaldsskoðunum sínum, en kusu
síðan að forðast bæði einangrunarstefnu
og nasisma“ (50). Eins og nasisminn hafi
nokkurn tíma verið hugsanlegur úrkost-
ur í augum þeirra! Ihaldssemi og nasismi
eru ekki sama tóbakið.
Það hefði verið æskilegt að ÁS hefði,
áður en hann setti slíkt á pappírinn,
tileinkað sér dálítið af hugsunarhætti
þeim sem er nú á dögum kenndur við
strúktúralisma. Það hugtak merkir, al-
mennt séð, að hvert fyrirbrigði eigi að
skoða í Ijósi síns eigin tíma og umhverf-
is, sem hluta af menningarmunstri þess.
Það sem innan ramma verulegs fasisma
eða nasisma má kannski líta á einmitt
sem fasisma eða nasisma, eða þátt af
kerfi þeirra, getur haft allt aðra merk-
ingu í öðru hugsanakerfi.
Um Sigurð Nordal — en hans er oft
getið í þessum kafla — segir ennfremur,
að hann hafi verið mikill aðdáandi
Snorra Sturlusonar og samið ævisögu
hans þegar 1920. Þetta gefur ÁS ástæðu
til eftirfarandi athugasemdar: „Að mínu
áliti hefur aðdáun hans á Snorra getað
verið knúin fram af þjóðernisstefnu og
snillingsdýrkun.“ (37) Auðsjáanlega er
ÁS mikið í mun að koma tveimur síðast-
nefndu hugtökunum að. En hvað er
undarlegt við það að Islendingur og sér-
fræðingur í íslenskum fornbókmenntum
semji bók um Snorra, bók sem er engan
veginn mærðarfullur lofsöngur heldur
rituð í strangvísindalegum anda? Þarf
slíkt að bera vott um áberandi „þjóðern-
isstefnu" og „snillingsdýrkun"?
Það er ekki úr vegi að minna hér á að
448