Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar sjónarmið. En slíkt nær auðvitað ekki nokkurri átt. Ætli „trúin á óskiljanleika veruleikans í grundvallaratriðum“ og að- dáun á náttúrunni séu ekki eðlileg mannleg fyrirbrigði og vel þekkt bæði fyrr og nú, án þess að þurfa að hafa nokkurt samband við fasisma eða nasisma? Eg þekki varla heitari ást á fósturjörð- inni og á íslenskri náttúru en þá sem birtist í Alþýdubókinni (1929) — en sú bók er játningarrit Laxness sem sósíal- ista. I sambandi við nasisma er einnig minnst á Atómstöðina (1948), þó að sú skáldsaga hafi verið gefin út mörgum árum eftir tímamörk þau sem AS hefur sett ritgerð sinni. En á einum stað farast honum svo orð: „Vegsömun sveitalífs- ins /... / í Atómstöðinni minnir reyndar á hugmyndafræði nasismans." (80) Einna skýrast kemur sú aðdáun í ljós í eftirfarandi orðum organistans, en hann er þar að gera sér í hugarlund tímann eftir að hið algera stríð hefur afmáð siðmenningu borganna: Fegurstur garða er þó sveitin, hún er garður garða. Þegar kjarnorku- spreingjan hefur jafnað borgirnar við jörðu í þessari heimsbyltíngu sem nú stendur, af því þær eru orðnar á eftir þróuninni, þá hefst menníng sveit- anna, jörðin verður sá garður sem hún aldrei var fyr nema í draumum og ljóðum — (264). Organistinn, sem hlýtur að vera hér- umbil eins langt frá nasisma og hægt er að komast, talar hér nánast í anda taó- ismans. En Bókin um Veginn er að áliti Laxness í frumeðli sínu „framar öllu draumur sveitasælunnar“ (Sjálfsagðir hlutir, 1946, 143). ÁS er að því er ég best veit fyrstur manna til að bendla Atóm- stóðina og organistann við „hugmynda- fræði nasismans". Vonandi verður hann einnig sá síðasti. Um Sigurð Nordal (og Kristján Al- bertsson) kemst ÁS þannig að orði, að um tíma fyrir 1930 hefðu þeir barist fyrir „íhaldsskoðunum sínum, en kusu síðan að forðast bæði einangrunarstefnu og nasisma“ (50). Eins og nasisminn hafi nokkurn tíma verið hugsanlegur úrkost- ur í augum þeirra! Ihaldssemi og nasismi eru ekki sama tóbakið. Það hefði verið æskilegt að ÁS hefði, áður en hann setti slíkt á pappírinn, tileinkað sér dálítið af hugsunarhætti þeim sem er nú á dögum kenndur við strúktúralisma. Það hugtak merkir, al- mennt séð, að hvert fyrirbrigði eigi að skoða í Ijósi síns eigin tíma og umhverf- is, sem hluta af menningarmunstri þess. Það sem innan ramma verulegs fasisma eða nasisma má kannski líta á einmitt sem fasisma eða nasisma, eða þátt af kerfi þeirra, getur haft allt aðra merk- ingu í öðru hugsanakerfi. Um Sigurð Nordal — en hans er oft getið í þessum kafla — segir ennfremur, að hann hafi verið mikill aðdáandi Snorra Sturlusonar og samið ævisögu hans þegar 1920. Þetta gefur ÁS ástæðu til eftirfarandi athugasemdar: „Að mínu áliti hefur aðdáun hans á Snorra getað verið knúin fram af þjóðernisstefnu og snillingsdýrkun.“ (37) Auðsjáanlega er ÁS mikið í mun að koma tveimur síðast- nefndu hugtökunum að. En hvað er undarlegt við það að Islendingur og sér- fræðingur í íslenskum fornbókmenntum semji bók um Snorra, bók sem er engan veginn mærðarfullur lofsöngur heldur rituð í strangvísindalegum anda? Þarf slíkt að bera vott um áberandi „þjóðern- isstefnu" og „snillingsdýrkun"? Það er ekki úr vegi að minna hér á að 448
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.