Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 71
Baráttan um raunsæid kalla framandgervingu veruleikans virðist oft einskorðast við framandgerv- ingu tungumálsins; mál bókmenntanna reyndu þeir að greina frá öllum öðrum notkunarsviðum málsins, og gerðu ráð fyrir að skáldverk myndi sjálfstœðan málheim sem biður okkur að skoða sig. Sá veruleiki sem framandgera átti vill þá gleymast, en ennfremur vill gleymast að málið er hluti af veruleika okkar; ef skáldverk raskar vanabundnum tengslum tákn- myndar og táknmiðs í einhverri tiltekinni orðræðu, þá gerir verkið okkur jafnframt meðvituð um samsvarandi tengsl í öðrum boðskiptum. Ef svo væri ekki hefðu bókmenntir endanlega rofnað frá lifuðum veruleika okkar. — Formalistarnir leituðust við að gera bókmenntafræðina að vísindagrein sem óháð væri félagslegum og siðrænum vandamálum. En eins og sumir þeirra komu seinna auga á, voru þeir sí og æ að fella siðferðilega dóma, því þeir álitu nefnilega gott í sjálfu sér að framandgera. En hvers vegna á að rifta vanabundinni skynjun veruleikans; hvers vegna á að sjá hann og skoða í nýju ljósi? Hvers vegna ættum við að vera okkur meðvitaðri um notkun tungumálsins? Hvað ætti helst að framandgera með tungumálinu eða öðrum táknkerfum? Þegar Brecht tekur nokkru seinna að móta fagurfræðikenn- ingar sínar sem einnig byggja á vissri framandgervingu („Verfremdungs- effekt“) lítur hann svo á að þetta séu allt pólitískar spurningar. Vikið verður frekar að skoðunum Brechts hér á eftir. Formalistarnir ástunduðu í raun tvenns konar tvískiptingu tungumálsins. Þeir drógu fyrrnefnda línu á milli skáldskaparmáls og annarrar málnotkun- ar, og það á óþægilega einstrengingslegan hátt sem flestir strúktúralistar áttu svo eftir að taka í arf.5 Síðan setja þeir upp samsvarandi andstæður er þeir fjalla um framandgerðan skáldskap sem rís gegn bókmenntahefðinni. Ef við leyfum okkur að grafa undan fyrrnefndu skiptingunni getur sú síðari orðið mun handhægari við skilgreiningu togstreitunnar milli módernisma og ríkjandi hefðar. Ein ástæða þess að bókmenntahefð sú sem rætur festi í Evrópu á 19. öld (og þá sérstaklega raunsæisprósinn) varð svo lífseig að hún hefur þraukað fram á okkar daga, held ég að sé sterk tengsl hennar við aðra samtíðartexta. Þegar samfélög Evrópu taka að mótast í ríkara mæli af ört vaxandi miðstéttum, aukast opinber boðskipti verulega; hin borgaralega menning nærðist á gríðarmiklu lesefni sem flutti henni vitneskju úr hinum ýmsu greinum. Rithöfundar, sem oft voru ekki síður undir áhrifum vísinda- rita en skáldverka, vildu ekki láta sitt eftir liggja að lýsa mannlífinu á þessum nýju tímum stórborga, stóriðnaðar og kapítalisma, og sumir reyndu að skrá það allt að því kerfisbundið í skáldsagnaflokkum (t. d. Balzac og Zola). I eðli sínu jafnt sem yfirbragði verður bókmenntahefðin hluti hinnar grósku- miklu borgaramenningar, og það allt eins þótt hún beini spjótum sínum efnislega gegn ýmsum þáttum þeirrar menningar. 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.