Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 81
Baráttan um raunsaið Mann á Gottfried Benn). Fredric Jameson reynir á svipaðan hátt að sýna fram á tengsl módernisma og fasisma í bók sinni Fables of Aggression sem fjallar um Wyndham Lewis.21 Jameson virðist í þessari bók vera undir sterkum áhrifum frá Lukács, og það sama gildir um ýmsa minni spámenn sem haldið hafa fram svipuðum skoðunum. Algengt er að þegar reynt er að sýna fram á tengsl af þessu tagi sé hamrað á formdýrkun módernismans, þó svo ýmsir gagnrýnendur (og jafnvel þeir sömu) ráðist jafnframt á hann fyrir formleysi og anarkisma í skáldskap. Þannig sáu t. d. nasistarnir expressjónismann og dæmdu hann „úrkynjaða list“ árið 1937. Mikið veltur því á hvernig menn nálgast módernismann. Auk þess ætti að liggja í augum uppi að formeinkenni nokkurra höfunda segja í sjálfum sér ekki mikið um hugmyndafræði jafn víðtækrar „stefnu“. Raunar væri líklega hægt að tína til miklu fleiri módernista sem hneigst hafa til vinstri í pólitík, og setja fram sannfærandi kenningu um tengsl módern- isma og sósíalisma. Það er óneitanlega athyglisvert að módernistarnir stóðu, a. m. k. framan af öldinni, ýmist á vinstri vængnum í pólitík eða þá langt til hægri, Þeir voru almennt andborgaralega sinnaðir og þetta réttlætir að hluta þá dirfsku mína að fjalla um módernismann á jafn almennan hátt og gert er í þessari grein. Módernismi og andóf Matei Calinescu segir í athyglisverðri bók um módernismann að fyrsta ákveðna skefið í þróun hans sé stigið þegar nýstefna í bókmenntum klofni frá félagslegri nýstefnu um miðja síðustu öld.22 Ymsir höfundar fái mestu óbeit á lífsgildum og verðmætamati sem og ríkjandi samskiptamynstri kapítalismans og borgarastéttarinnar, en í stað þess að snúa sér til náttúr- unnar eins og rómantísku skáldin í svipaðri aðstöðu, takist þessir frum- módernistar á við umhverfi sitt; Baudelaire yrki t. d. um hinn „töfrandi“ ljótleika borgarinnar. Á sama tíma halda þeir samt fram sjálfstæði listarinnar — „l’art pour l’art“ — og telja bæði Calinescu og Habermas að þetta hafi verið þáttur í andófinu og í raun mikil félagsleg ögrun (en sem kunnugt er hefur þessi sjálfstæðisyfirlýsing verið túlkuð á annan hátt á síðari tímum). „Gagnsleysi“ listarinnar var veifað framan í samfélag sem mænir á hagnýt- ingu í öllum efnum. Þegar kemur fram á okkar öld finna skáldin sig æ firrtari þeirri borg- aramenningu sem þau eiga að leggja til list sína, og í æ ríkara mæli neita módernistarnir að lúta ráðandi boðskiptahefðum. Nefna má að Lukács deildi á módernista fyrir að afneita hefðbundinni túlkun tímans; þar með væru þeir að afneita sögunni en framvinda hennar sé frumforsenda allra 431
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.