Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 29
Teiknimyndasögur Háþróuð greiningartæki eins og málfræði hjálpa okkur til að lýsa og gera grein fyrir t.d. skáldsögu, smásögu eða ljóði. Myndmálfræði er ekki til og verður líklega aldrei til, en það þýðir þó ekki að myndmálið fari ekki eftir reglum. Þær reglur vefjast samt yfirleitt ekki fyrir lesandanum, börn og fullorðnir lesa teiknimyndasögur til að komast að einhverju eða skemmta sér, en eigi að nota teikniseríur í kennslu er ágætt að koma sér upp ramma utanum athuganir sínar. Fólk horfir á myndir á mismunandi hátt svo að gott er að byrja á hlutlægri lýsingu á mynd. Hvað sést á myndinni? Hvað sýnir hún beinlínis? Hvernig er einstökum einingum myndarinnar raðað innbyrðis? Er mynd- efnið séð úr fjarlægð? Er þetta heilmynd eða nærmynd? Er horft á myndefn- ið ofan frá eða að neðan? Hver horfir á það (með hvers augum sér lesandinn)? Hvernig er myndin klippt? Eftir þessar og fleiri spurningar um formið má spyrja áfram: Hverju máli skipta allar þessar upplýsingar um einstök atriði myndheildina? Og um leið erum við hætt að lýsa og byrjuð að túlka. Einkenni teiknimyndasagna er að þær eru settar saman úr röð af mynd- um, ekki stökum myndum. Þær segja sögu. Þess vegna er ekki hægt að láta sér nægja að greina einstakar myndir, samhengið verður að vera með. Hér er ekki rúm til að gefa yfirlit yfir mál teiknimyndasagna heldur verður látið nægja að lýsa einu atriði sem einkennir þær. I allri venjulegri frásögn líður tími, hún hefur „tímavídd“. Tíminn rennur áfram frá mynd til myndar eða blaðsíðu til blaðsíðu. Stundum líður langur tími milli tveggja mynda, stundum líða nokkrar sekúndur. Stundum þarf tveim sögum að fara fram í einu, til dæmis eru sýndar tvær lestir sem nálgast hvor aðra á sama brautarsporinu. Hér verður að klippa á milli atburða í myndaseríunni eins og á kvikmynd og gefa til kynna að þeir gerist í einu. Stundum þarf líka að rifja upp það sem hefur gerst áður; kannski segir einhver frá löngu liðnum atvikum. I kvikmynd er þetta oftast gert með því að myndin verður óskýr eða gengur í bylgjum um leið og skipt er frá frásögn í atburðinn sjálfan sem verið er að segja frá. I teiknimyndasögum eru slík endurlit gefin til kynna með bylgjuramma eða brotnum ramma utan um myndina. En þetta á aðeins við tímann í innbyrðis samhengi myndanna. I hverri einstakri mynd er líka „tímavídd". Mynd í teiknimyndasögu er ekki eins og ljósmynd sem er tekin á hundraðasta hluta úr sekúndu, hver teiknimynd varir lengur. Mynd með málbólu varir t.d. eins lengi og tekur að segja setninguna í bólunni. Ekki þarf málbólu til að gefa mynd vídd í tíma. Hraðastrik geta líka gefið í skyn að persóna eða hlutur færist úr stað. 379
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.