Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 116
Tímarit Máls og menningar brigði við stefið um Gretti. Þóroddur er þó ekki einasta afbragð annarra manna að styrkleik — líkt og Fjalla-Eyvindur er hann slyngastur þjófa og smýgur ævin- lega úr greipum valdsmanna. Hann er sterkur sem naut og háll sem áll. Þessar tvær hetjur þjóðsagnanna leiðir Þórarinn saman svo úr verður enn eitt parið í bókmenntunum þar sem annar þjónar hinum og lærir af honum — galdrameistarinn og lærisveinninn. And- stæður þeirra gætu vart skarpari verið þegar þeir hittast: annar agnarlítill og stórlega bæklaður, skáld og sveimhugi, ríkur en gerir ekkert við peningana — hinn risastór og nautsterkur púlshestur, ólæs og jarðbundinn, fátækur og dreymir um peninga. Báðir eygja þeir frelsi í Sjálfum Pálma Purkólín: skáldið fengi styrk í kroppinn, frelsi fóta og handa, lífsdraumur hans um að hlaupa í ljósri fjöru rættist — tröllið fengi gull til að kaupa sig úr fjötrum húsgangsins. Þeir keppa að sameiginlegu marki og eftir því sem líður á bókina verða and- stæður þeirra daufari — þeir eru að renna saman í eitt, enda virðast þeir ósigrandi. Þóroddur sem allir héldu að væri bara heimskur þurs er farinn að lesa á bækur og tala í orðskviðum og mynd hans verður smátt og smátt mannlegri, draumarnir fara að snúast um visku og ást en ekki einungis auð og völd. Hann er dyggur lærisveinn. En þróunin er stöðvuð. Ævintýrið sem ætlar að verða snýst upp í kómíska tragedíu. Þóroddur er dyggur lærisveinn — en það sem hefst upp úr menntun hans er að hann galdrar á sig ást ógæfu- legs skólastráks í misgripum fyrir prins- essuna og þegar galdurinn hrífur loks á hana fær hann ekki hálft konungsríkið og því síður hana, heldur verður galdur hans til að mola sundur drauma þeirra Guðmundar. Ef Guðmundur hefði látið það eiga sig að mennta piltinn hefði allt fengið farsælli endi. Andstæðurnar verða aldrei eining. Skáldið og sterki maðurinn ná ekki saman nema um stundarsakir — skáldið deyr frekar en að ganga valdsmönnum á hönd og Þórodd- ur lyftir sér upp úr sögunni og er á braut. Guðmundur hefur seilst of langt. Hann hefur beitt þeim krafti sem hon- um var gefinn til að reyna að hafa áhrif á það sem mennirnir eiga ekki að fást um; hann hefur storkað örlögum sínum. Honum ber að halda sig á sínum stað, þjóna skáldgyðjunni en ekki láta hana þjóna sér: „Galdur er list hins mögulega. Það verður að halda sig innan rammans sem drottinn setur,“ er sá beiski lær- dómur sem hann dregur af óförum þeirra Þórodds (138). Og nú hefnast honum gletturnar við biskupinn, það blasir við honum veraldlegur ósigur í kjölfar þess andlega og ekki um annað að ræða en að deyja því hann vill ekki selja sig. Og lesi nú hver sitt út úr þessari sögu um sambúð skálda og verkalýðs, hugs- uðanna og þeirra sem eiga að hjálpa til við að raungera hugsanirnar. Stíll og efnistök Sagan hefur að grind eina þjóðsöguna af Guðmundi — þegar hann reyndi að særa álfinn út úr steininum — öðrum sögum um hann er skotið inn í, ýmist í rás viðburða eða þá í frásögn Guðmundar þegar hann segir Þóroddi frá ævi sinni. Byggingin er því öll með næsta hefð- bundnum hætti: sagan stefnir röklega og nokkurn veginn án útúrdúra að einum hápunkti og fjarar svo út. Hlutfall sam- tala, hugrenninga persóna og innskota alviturs sögumanns er í ströngu jafn- 466
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.