Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 119
einu hefðbundna fagurkera og meinar
þeim að smjatta á setningunni.
Mál bókarinnar er allt undarleg
blanda af þessu tagi. Fornlegt og nútíma-
legt í senn. Fullt af meðvituðum stíl-
brjótum. Það virðist einnig gæta þver-
sagna í hugmyndaheimi bókarinnar:
stundum er fjallað um yfirnáttúrulega
hluti eins og ekkert sé, stundum eru þeir
skýrðir eftir leiðum nútíma skynsemi —
galdur er „ef til vill fyrst og fremst það
sem aðrir halda að sé galdur. Það er
galdurinn,“ segir Silunga-Björn (24).
Jarðbundinn maður. En það er eins og
þessi skýring sem afhjúpar þjóðsögurnar
nægi ekki alveg, því sögumaður segir
athugasemdalaust frá ýmsum furðum.
Og niðurstaða bókarinnar snýst allt í
einu upp í andstæðu sína á síðustu
blaðsíðunum. Maður á ekki að sveigja
huga sinn um of að veraldlegu fánýti,
segir skáldið um Skautaljóbin — og mað-
ur á heldur ekki að spenna bogann of
hátt, reyna að breyta því sem verður
ekki breytt. Farsælast er að halda sig á
sínum stað, iðka meðalhófið, þroska það
sem maður hefur og þar fram eftir göt-
unum — sú er niðurstaðan af ævintýri
þeirra félaga. En allt í einu gerist undrið.
Hin skynsamlega niðurstaða er rokin út
í veður og vind.
Kyrr kjör er knöpp bók, samansett af
mikilli vél og kunnáttu. Þórarinn var á
sínum tíma sakaður um alvöruleysi í
meðferð efnis og meiningarlausa fyndni.
Ég er ekki viss um að það sé að öllu leyti
rétt stefna að skamma höfunda fyrir
fyndni — ég held það sé réttara að þakka
það. Fyndni ber vott um að höfundur
hafi persónulega sýn á heiminn og það
er gott að slíkir höfundar skuli enn vera
til þegar æ fleiri skáldsögur og æ fleiri
ljóð minna fullmikið á útfyllt eyðublöð
send bókmenntafræðingum til af-
Umsagnir um bœkur
greiðslu. Það er einhver meinloka hjá
mörgum að halda að um leið og örlar á
fyndni og gamansemi, þá hljóti höfund-
ur að vera sprelligosi og verk hans tóm
fíflalæti. Stundum getur verið nauðsyn-
legt að taka fyndni alvarlega.
Gubmundur Andri Thorsson
EINKASTYRJÖLD VIÐ
ALMÆTTIÐ
Þær skáldsögur Gunnars Gunnarssonar
sem sprottnar eru upp úr viðbrögðum
hans við fyrri heimsstyrjöld skera sig úr
öðru höfundarverki hans, bæði að efnis-
föngum, efnistökum og inntaki. Sögur
þessar komu út á árunum 1915—20.
Þetta eru samtímasögur úr íslensku þétt-
býli, sem þó áttu naumast annað sameig-
inlegt með Sögu Borgarættarinnar
(1912 — 14) en að sögusviðið hét Island.
Meginefni þessara sagna eru ógnir
samtímans. Söguhetjum er teflt fram
gagnvart harðri og miskunnarlausri ver-
öld og ólíkar lífsskoðanir eru látnar tak-
ast á í fjandsamlegum heimi, oft á kostn-
að sannfærandi söguefnis og persónu-
sköpunar. En enda þótt þessar sögur séu
gallaðar frá listrænu sjónarmiði eru þær
afar mikilsverður áfangi í höfundarverki
Gunnars Gunnarssonar, og reyndar þær
sögur sem hann sjálfur hefur skilið les-
endum sínum eftir nánasta vitneskju
um. Sjálfur kallaði Gunnar Ströndina og
Varg í véum stríðssögur og Sælir eru
einfaldir sögu á mörkum stríðs og
friðar. Saga Borgarættarinnar bendir
eindregið til þess að lífsverk Gunnars
Gunnarssonar hefði orðið allt annað ef
gerningaveður stríðsins hefði ekki dunið
yfir hann með þeim hætti sem varð. í
umræðum um þessar sögur má ekki
gleyma því að Gunnar sendi frá sér fleiri
469