Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar BROT ÚR ÞJÓÐARSÖGU’ Skáldsaga Einars Kárasonar Þar sem djöflaeyjan rís (hér eftir kölluð „Djöfla- eyjan“ í þessari grein) er ekki löng skáld- saga (208 bls.) en þó lengri og fjölþættari en svo að henni verði gerð nokkur tæm- andi skil í stuttri tímaritsgrein. Hér verður aðeins stiklað á stóru, litið á nokkra hefðbundna þætti í sögugerð og vinnubrögðum og að lokum staðnæmst nokkuð við tákn og túlkunarleiðir. Þess skal getið að ég geri enga tilraun til að bera saman skáldsögu og sagnfræði þess tíma sem um er fjallað og leiði því fyrir- myndir höfundar í sögulegum tíma al- gerlega hjá mér. Sögusvid „Djöflaeyjan“ gerist mestan part í braggahverfi í Vesturbænum í Reykja- vík, Thulekampi. Tveir kaflar hennar veita auk þess allnána innsýn í skemmtanalíf ungs fólks í bænum á sjötta áratug aldarinnar (bls. 162 — 170 og allur kaflinn „Summertime Blues“, bls. 171 — 197). Reykjavík sögutímans er að öðru leyti aðeins lýst út frá bragga- hverfinu og til þess að varpa á það sjálft skýrara ljósi — ellegar leggja áherslu á átök og árekstra sem verða milli þess og bæjarins fyrir utan. Braggahverfið er smáheimur sögunn- ar („míkró-kosmos“), Reykjavíkurbær tákn stórheimsins (,,makró-kosmos“) sem utan liggur. Skilgóð lýsing reyndar- innar í smáheimnum er því nauðsynleg forsenda þess að mannlífið sem þar er lifað orki trúverðuglega á lesanda og geti hrifið hann til hluttekningar. Þetta gerir höfundur sér sýnilega ljóst. 1 Einar Kárason: Þar sem djöflaeyjan rís. Skáldsaga. Mál og menning 1983. Öll lýsing sögusviðsins einkennist af ná- kvæmni, enda fylgir bókinni kort yfir Thulekamp. Beitt er hvoru tveggja beinni lýsingu sögumanns og frásögn eða hugleiðingum sögupersóna. Sögn sögumannsins er jafnan með hlutlægnis- yfirbragði, persónum leyft að taka af- stöðu á einn eða annan hátt. Dæmi hins fyrra er þessi klausa: Braggar voru merkileg hús, enda sagðir árangur þrotlausrar vinnu fær- ustu arkítekta í Evrópu. Hræbillegir og auðveldir í uppsetningu. Gaflarn- ir tveir hálfhringir úr timbri og milli þeirra bárujárnsklædd grind. Innan- dyra fjalagólf sem lá oná jökul- sköfnum jarðvegi Reykjavíkur. Kolaofn og uppúr honum strompur, eða túða. (Bls. 15). Dæmi hins síðarnefnda má m.a. fá þegar greinir frá heimsókn Tómasar kaup- manns til Þórgunnar í braggahverfinu: . . . Þau spjölluðu aðeins saman og Tommi litaðist um í dimmum bragg- anum, hann var greinilega óþéttur og Þórgunnur hafði troðið tuskum í rif- urnar. Sumstaðar pokum. Þetta var síðari hluta vetrar og frost í lofti og fúið gólfið virtist líka hálffrosið, nema í kringum kolaofninn . . . (Bls. 31). Afram heldur samræðan og kemur þar að þau kvöddust: . . . alveg hjartanlega sammála um að þetta væri nú kannski ekki hentugt húsnæði fyrir fólk sem væri jafnvel gamalt og lasið, án þess að fara neitt útí það umræðuefni hverjum þetta húsnæði hentaði þá; og þegar kveðjubrosið var að stirðna og detta 456
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.