Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 6
Tímarit Máls og menningar
Svo líða dagar, svo líða nætur: Veggfóðrið er rifið sem
gamalt dagblað. Bleiki plusssófinn útældur. Dúkkan als-
ber. Einhver hefur gleymt sólgleraugunum sínum. Einhver
öðrum sokknum. Glerið sem hylur pabba og mömmu sprungið
einsog frostrós yfir brosin.
í kaffiteríunni:
Stórskorin andlit blása þykkum reyk hvert framan í annað.
Stólarnir appelsínugulir. Borðin ljósgrá. Og tíminn hreyfist
einsog hvítklædd kona í gegnum diskaglamur.
Fjöllin; rétt í þann veginn að fara að gjósa.
EINTAL í KAFFISKÚR
Undir raflýstri perunni fyrir ofan dökkbrúnar útidyrnar
slangra ég eftir ljósgrárri mölinni, slangra á milli augna
sem glitra einsog bindisnælur, virði fyrir mér fílana á
dökkgrænum sjeniversflöskunum og von mín vex einsog
biðröðin fyrir utan dyrnar, vex út í kvöldið sem tifandi á
armbandsúrum rennur í gegnum þvöguna gegnum mig
aftast í þvögunni: get ekki frekar en stelpurnar í nælon-
sokkunum trampað kuldann niður úr jörðinni, hef beðið
síðan ég beið hér síðast eftir að vöðvastælti dyravörðurinn
opni hug sinn gegnum dökkbrúnar dyrnar inní teppalagt
anddyrið, opni þær svo ég geti gengið upp og niður
stigana og mælt þær út með glasið einsog einglyrni í
auganu, í orðlausri sambúð speglanna á klósettinu, í ævi-
langri biðröð við barinn, brosandi nei — takk í sölunum:
heyri varla nöldrið í sjálfum mér fyrr en löngu seinna
þegar lögreglubíllinn hefur veitt mig uppí nóttina og
undir raflýstri perunni hjá ljósgrænum klefadyrum hanga
spariskórnir mínir.
140