Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 13
Trönurnar fljúga bókina sem listrænan hlut, aðrir notast einkum við boðmiðilsþátt bókar- formsins. Flestir leika þó á báða þessa strengi og flétta þá saman á hinn margvíslegasta hátt. Þriðja atriðið sem ekki má gleyma og sem greinir bókina frá öðrum formum myndlistar er samband lesandans við bókina. Þetta samband er annarskonar og beinna en við verk í sýningarsal. Lesand- inn stendur ekki álengdar og horfir á verkið gegnum upplýst gler, hann heldur á því í höndunum og skoðar, les og flettir. Stundum skapar hann jafnvel verkið um leið og hann flettir bókinni og verður þannig sjálfur nauðsynlegur þáttur þess. Þessi þrjú atriði er vert að festa sér í minni þegar bókagerð myndlistarmanna er skoðuð, því að það eru einmitt þau sem greina þetta listform einna helst frá þeim tegundum myndlistar sem menn eru vanir að hafa fyrir augunum. II Til þess að átta sig á bókagerð íslenskra myndlistarmanna á síðustu 20 árum eða svo, er hentugt að skipta henni í nokkur tímabil. Fyrst kæmi þá sá tími þegar Magnús Pálsson vinnur að bókagerð sem hliðargrein við skúlptúr á sjöunda áratugnum. Næst viki sögunni að Súmmurum, en þeir gáfu út sérhannaðar sýningarskrár í tengslum við samsýningar á vegum félagsins, auk þess sem nokkrir þeirra stunduðu bókagerð sem sjálfstætt listform; þessa starfsemi ber hæst á árunum 1969—1975. Þriðja tímabilið má kalla að hefjist með kennslu Magnúsar Pálssonar í Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1975, því að flestir þeirra sem kalla mætti „ný- græðinga í bókagerð" hafa verið nemendur hans. Hér er um að ræða unga myndlistarmenn sem voru við nám í MHÍ eða í hollenskum listaskólum um þetta ieyti og síðar. Þessi hópur er allsundurleitur í stíl, tækni og viðfangs- efnum, en á margt annað sameiginlegt og verður vikið nánar að því hér á eftir. En á öllum þessum þrem tímabilum hafa þeir sem lagt hafa stund á bókagerð átt það sammerkt að hafa kynnst verkum þess sem hér er ótalinn, en er einn helsti brautryðjandinn á sviði bóklistar, það er þýsk-svissneski listamaðurinn Dieter Roth. Um upphaf íslenskra bókmennta hefur verið sagt að „a stray foreign visitor in Iceland could have incalculable effect“2 og það má með nokkrum sanni snúa þessari setningu yfir á upphaf bókagerðar myndlistarmanna á 7. áratug 20. aldar. Dieter Roth hóf listferil sinn í Sviss, starfaði um hríð í Kaupmannahöfn, en fluttist til Islands um 1957 og var hér búsettur um nokkurra ára skeið; hefur síðan haft lengri eða skemmri viðdvöl á landinu upp frá því. A íslandsárunum kynntist Dieter ýmsum myndlistarmönnum íslenskum sem þá voru ungir, m. a. Magnúsi Pálssyni og nokkrum Birtings- 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.