Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 58
Tímarit Máls og menningar leikarinn sagði að sumir vissu ekki hvað þeir ættu gott. Júlíeta var á sama máli. En það var af öðrum ástæðum: vegna þess að ég vissi að hún var til í bók og elskaði mann sem hét Rómeo. I tilefni af því sýndi hún mér dálítið dásamlegt. Hún leiddi mig fyrir hornið og að Anexo og benti upp í einn gluggann. Hvað heldurðu að þetta sé? spurði hún. Eg sá eitthvað blakta í vindinum og sagði „bandhespa" og þá fór hún að hóa og hlæja. Nei, þetta er hárið á henni Begóníu, sagði hún. Begónía hafði þá þvegið sér um höfuðið og var að þurrka hárið í sólinni svo það yrði þungt og gljáandi. Nú reis hún upp og tók hárið með sér úr glugganum og sletti því aftur fyrir sig og sagði: Þú gast ekki getið upp á því. Eg sagði það. Eg veðjaði. Nú voru þær eflaust allar dauðar, en lögreglustöðin var á sínum stað, með nýjum lögreglum og engin Gríselda með bakkann í höndunum á hádegi og beið uns henni yrði vísað inn í ganginn og skoðuð og látin bragða örlítið á matnum með silfurskeið, svo öruggt væri að ekkert eitur væri í honum. En leikarinn gnísti tönnum í glugganum á Sevilha og enginn vissi að hann ætlaði að hefna Gríseldu ef bylting yrði gerð í landinu. Hann hét meira að segja að giftast henni en hún sletti í góm yfir slíkum loforðum. Eg opnaði gluggann á húsinu þar sem ég bý. Páfagaukurinn hló í næsta húsi. Þegar fór að dimma kom ungi strákurinn fram á svalirnar á hornhúsinu og horfði niður í götu Heilags getnaðar til að svipast um eftir hórunum. Hann var hlutlaus á svip eins og sá sem hefur alist upp við eitthvað sem hann fær samt aldrei að snerta. Mamma hans er óðar komin á eftir honum. Hún hefur auga með honum á bak við þunnu gluggatjöldin úr gasi sem bærast svo listrænt í kvöldblænum sem fer um borgina. Stundum sogast þau út, stundum leggjast þau að líkama móðurinnar. Ungi strákurinn stendur síðdegis á svölunum og horfir á lífið fyrir neðan, karlmennina sem slangra hálfdrukknir út úr kaffihúsunum og styðja veggina, og hórurnar sem tyggja tyggjóið sitt og blása því út úr sér í stóra þunna blöðru sem verður áþekk grárri froðu á vörum þeirra þegar hún springur: Fokkí-fokkí. Eg hallaði mér á svalariðið, samt ekki það fast að það gæfi sig og allt hrapaði niður á götuna. Þá kom eftir henni maður eins og á flugi, 192
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.