Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 60
Tímarit Máls og menningar annan en þann sem færir þeim fé, svo draumurinn geti ræst og þær komið sér upp búðarholu og eiginmanni af gerð náunganna í þröngu buxunum með sígarettupakkana í sokknum undir skálminni. Þeir urðu að hrista fótinn talsvert svo buxurnar færu niður um hann, buxurnar voru svo þröngar og vöxturinn fagur. 15. júní Brúban Eg varð að bregða mér yfir landamærin. I gær gekk ég niður Avenida da Liberdade, lestin til Madrid lagði af stað klukkan níu, og á gangstéttinni sá ég gamla konu sitja á dyratröppum og hallaði sér að vegg. Hún hafði raðað þremur brúðum upp að veggnum og þær voru til sölu. Ein var lang stærst. Nú hugsaði ég að ekki skyldi ég láta tækifærið úr greipum mér ganga heldur kaupa brúðu. Kerlinguna hafði ég séð á öðrum ferðum mínum og langað til að kaupa brúðu. Eins og önnur alþýðulist voru þær í senn grátbroslegar og ímynd alvarleikans, því ungar telpur áttu að vera eins og þessi skrípi: sambland af kerlingu og krakka. Eg spurði kerlinguna um verðið og hún sagði þá stærstu kosta 350 skildinga. Með því ég var með 500 skildinga seðil fór ég í banka til að fá honum skipt. A eftir bjó kerlingin um brúðuna í rifnum bláum plastpoka og kvað mig hafa valið vel og vera heppinn. Konan var fisksölukona, ein þeirra síðustu sem ganga milli húsa með breiða körfu á höfðinu, snemma morguns, og í körfuna hafa þær raðað fiskinum fagurlega innan um laufblöð. Þær knýja dyra eða öllu heldur blístra og húsfreyjurnar birtast í glugga og teygja sig út um hann og velja fisk úr körfunni sem er á hæð við gluggann. Nú er þessi siður að hverfa. Þú hefur valið þá réttu, sagði hún og ég hélt niður breiðgötuna og höfuð brúðunnar stóð upp úr pokanum með stjörf augu og dauð því í alþýðulist eru augun líflaus, starandi, lík tómu augnatóftunum í grískum styttum, svo leyndardómsfull. Fólkið horfði forvitnislega á mig á götunni, karlmenn sendu mér einkennilegt augnaráð en konur reyndu að láta sem þær sæju ekki gripinn sem var með mikinn hár- búnað úr svörtum tuskum. Eftir kaupin var ég orðinn hálf félaus og þurfti að skipta peningum í banka til að hafa fyrir kvöldmatnum. 194
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.