Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 60
Tímarit Máls og menningar
annan en þann sem færir þeim fé, svo draumurinn geti ræst og þær
komið sér upp búðarholu og eiginmanni af gerð náunganna í þröngu
buxunum með sígarettupakkana í sokknum undir skálminni. Þeir
urðu að hrista fótinn talsvert svo buxurnar færu niður um hann,
buxurnar voru svo þröngar og vöxturinn fagur.
15. júní
Brúban
Eg varð að bregða mér yfir landamærin. I gær gekk ég niður Avenida
da Liberdade, lestin til Madrid lagði af stað klukkan níu, og á
gangstéttinni sá ég gamla konu sitja á dyratröppum og hallaði sér að
vegg. Hún hafði raðað þremur brúðum upp að veggnum og þær voru
til sölu. Ein var lang stærst. Nú hugsaði ég að ekki skyldi ég láta
tækifærið úr greipum mér ganga heldur kaupa brúðu. Kerlinguna
hafði ég séð á öðrum ferðum mínum og langað til að kaupa brúðu.
Eins og önnur alþýðulist voru þær í senn grátbroslegar og ímynd
alvarleikans, því ungar telpur áttu að vera eins og þessi skrípi:
sambland af kerlingu og krakka. Eg spurði kerlinguna um verðið og
hún sagði þá stærstu kosta 350 skildinga. Með því ég var með 500
skildinga seðil fór ég í banka til að fá honum skipt. A eftir bjó
kerlingin um brúðuna í rifnum bláum plastpoka og kvað mig hafa
valið vel og vera heppinn.
Konan var fisksölukona, ein þeirra síðustu sem ganga milli húsa
með breiða körfu á höfðinu, snemma morguns, og í körfuna hafa þær
raðað fiskinum fagurlega innan um laufblöð. Þær knýja dyra eða öllu
heldur blístra og húsfreyjurnar birtast í glugga og teygja sig út um
hann og velja fisk úr körfunni sem er á hæð við gluggann. Nú er þessi
siður að hverfa.
Þú hefur valið þá réttu, sagði hún og ég hélt niður breiðgötuna og
höfuð brúðunnar stóð upp úr pokanum með stjörf augu og dauð því
í alþýðulist eru augun líflaus, starandi, lík tómu augnatóftunum í
grískum styttum, svo leyndardómsfull. Fólkið horfði forvitnislega á
mig á götunni, karlmenn sendu mér einkennilegt augnaráð en konur
reyndu að láta sem þær sæju ekki gripinn sem var með mikinn hár-
búnað úr svörtum tuskum. Eftir kaupin var ég orðinn hálf félaus og
þurfti að skipta peningum í banka til að hafa fyrir kvöldmatnum.
194