Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 61
Briiðan Niðri á Rossio var banki opinn og þegar ég gekk að borðinu og ætlaði að skipta sá ég að gjaldkeranum hnykkti við þegar hann sá brúðuna. Hann skipti samt seðlinum. Ensk kerling var þarna líka að skipta í fylgd frámunalega ljóts eiginmanns með rautt, bólgið og ormétið nef, og hún leit til mín og brúðunnar með flírulegt bros á vör. Hún kinkaði til mín kolli, eins og hún segði að allt væri í lagi að karlmenn gengju um með brúður. Og svo sagði brosið: „Ó, er hún ekki dásamleg!“ Aftur á móti gerðu nokkrir byltingarsinnar hróp að mér eins og það væri andbyltingarlegt að ganga um með brúðu. En ég gekk inn í hina málglöðu róttæku þvögu á Rossio og hlustaði á hvernig Bylting- in í Portúgal er upphaf að alheimsbyltingunni. Brúðan virtist vekja furðulegustu kenndir og hugsanir. Það sló þögn á byltingarsinnana við styttu Hetja ættlandsins þegar ég kom með hana og hún horfði á þá úr pokanum. Ég fór að njóta þess af satans ánægju að dröslast með fábjánalega brúðuna sem víðast, en að lokum settist ég örþreyttur meðal fylliraftanna á baktröppur Maríu- leikhússins. Það virtist renna af röftunum þegar þeir mættu augna- ráði brúðunnar og smám saman fóru þeir að laumast burt eða lögðust fyrir og leystu vind. Allir sendu þeir henni óhýrt augnaráð. Af kvik- indisskap snaraði ég mér út á Rossio, þangað sem ösin var mest og heimaofinn marxismi mæddi bæði afturhaldið og af vörum fljót- sprottinna leiðtoga, og ég fletti upp um brúðuna í allra augsýn. Við það þaut mannfjöldinn undan, og ískraði og hrein í honum eins og grísum eða ég ímynda mér að púkar og drísildjöflar skræki þegar þeir eru reknir ásamt illum öndum úr annars kristnum sálum. Ef eitthvað óvænt gerðist flykktist fólk óðar að, en nú gerðist hið gagnstæða: fólk flýði undan einhverju ókunnugu í sálinni sem brúðan minnti það á eða virtist vekja, eitthvað sem það geymdi í leynd og lést ekki þekkja. Um eittleytið fór lestin yfir landamærin. Portúgölsku landamæra- verðirnir höfðu þá lokið störfum. Eg tók eftir að einn sendi brúðunni illt auga. Eg lét hana á pallinn yfir dyrunum og höfuðið stóð út úr pokanum og var í allra augsýn. Eg vissi að besta ráðið væri að leyna henni ekki. Spænski tollvörðurinn vildi strax skoða brúðuna. Hann seildist eftir henni og fór höndum um hana lengi, þegjandi, fór fingrum um brjóstin á henni og undir kjólana (því hún var í ótal 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.