Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 62
Tímarit Máls og menningar pilsum og kjólum), þuklaði lengi milli fótanna á henni, en tók svo í lappirnar og ætlaði að svipta henni sundur. Þá sagði ég: Nei, ég gef þér orð mitt upp á það að ekkert er falið í henni. Móðurinn rann af manninum og hann hætti við. Hann tók í hönd mér sem ég hafði rétt fram, og mig furðaði að enn skyldu vera í gildi heityrði og handsölur, á tímum hinna miklu vísindalegu rannsókna þegar engu er trúað nema það komi fram á tækinu. Og það í lest sem kom frá landi þar sem hafði verið gerð bylting og ók til lands með falangistastjórn, full af alls konar lýð: gervibyltingarsinnum, njósnur- um, eiturlyfjasölum, saklausum skólastúlkum, ráplýð með bakpoka og öðrum lýð sem flykktist nú úr borgum Norður Evrópu suður til Portúgals og síðan til Spánar. Norður Evrópa hafði að mestu losnað við lausingjalýð sinn, sem hafði nú bundið vonir við byltinguna og ók suður á skrjóðum. Er þetta gjöf handa dóttur þinni? spurði vörðurinn. Já, svaraði ég. Eg keypti hana af sölukerlingu á götunni. Hann fór þá að handleika brúðuna á ný af auknum áhuga og hafði sig í að fletta upp um hana, kyndugur á svip, og þrýsti þumalfingri laust milli fóta hennar og strauk niður lærin í greipinni. Svo potaði hann nokkrum sinnum í rassinn og greip um mitti hennar og skoðaði brjóstin sem svipaði til útstæðra augna framan á bringunni. Nú fór hann aftur milli fótanna og gerði sig líklegan til að færa hana úr buxunum. Fólkið í klefanum fylgdist með af áhuga í laumi. Andrúmsloftið var orðið ókyrrt en um leið leyndist ánægja yfir að „verið væri að taka einn“. Þessi ókyrrð og næstum kvíði greip um sig strax við Entrocamento, hvað biði farþeganna þegar komið væri yfir landamærin, því það hlaut að vekja grunsemdir lögreglunnar að Ljósalands hraðlesin var alltaf troðfull eftir byltinguna en ók annars tóm daglega milli Madrid og Lissabon. En kannski langaði vörðinn aðeins að sjá brúðuna berlæraða. Meðan við brjótum heilann um það er best að lýsa klæðnaði brúð- unnar. Hún var í gulleitu pilsi með tveimur bandþræðingum að neðan, í rauðum sokkum og gulum hosum með svörtum röndum. Blússan var úr sama efni, sem ég held að heiti frotté. Blátt band var um mittið og hálsinn. Mynd af Andrési Ond var framan á brjóstinu. Svo var hún í strigapilsi og silkipilsi og undirpilsi og einhverjum þremur aukapils- 196
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.