Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 72
Tímarit Mdls og menningar
Ef til vill sýnir eftirfarandi dæmi best hve kraftmikið, hnitmiðað og
samþjappað þetta form er. Hér lýsir Mackay Brown hættunum og harðind-
unum í lífi sjómannsins af næmu innsæi í nokkrum blekkjandi látlausum
línum.
Cod, givc mc ncedles and oil.
Winter hands
Must scw shrouds by lamplight.
(úr „Runcs from a Holy Island", Poems New & Selected, 1971)
(Þorskur, gcf mcr nálar og lýsi.
Vctrarhcndur
vcrða að sauma líkklæði við Iampaljós.)
I ljóðum Mackays Brown er rnikið um taktfasta stuðlun sem svipar mjög
til norræns skáldskapar að fornu; endurteknir samhljóðar í einni línu
hljóma aftur í þeirri næstu:
That blind runc stabbcd thc sea tribc.
Fishcrmcn sought a bird in thc mountains.
(úr „Building thc Ship“, Fishermen with Ploughs, 1979)
(Þessi blinda rún risti sjávarflokkinn.
Sjómenn sóttu fugl til fjalla.)
Thorkcld stood at thc altar of thc God Balder
Hc strewcd that stone witli dragon scales.
(úr „Thc Fight with thc Dragon“, Fishermen with Ploughs, 1979)
Þorkell stóð við altari guðsins Baldurs
hann stráði á stcininn drckahreistri.)
Líklega er þó best að leggja ekki of mikla áherslu hér á hugsanleg áhrif frá
norrænu, því stuðlun er mjög algeng í ljóðagerð ýmissa þjóða. Auk þess
beittu bæði Dylan Thomas og Gerard Manley Hopkins oft stuðlun, en
Mackay Brown leynir því ekki að þessi tvö skáld hafi haft mikil áhrif á
skáldskap hans. Samt sem áður leikur vart nokkur vafi á því að stuðlunin í
víkingaljóðum hans er markviss tilraun til að höndla viðeigandi hljómfall og
hrynjandi norrænnar ljóðagerðar.
Ollu gleggri og víðtækari áhrif frá fornum norrænum skáldskap á stíl
Mackays Brown má rekja til þess mikla og lifandi áhuga sem hann hefur
X
206